Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. apríl 2025 23:52 Hollensk frjósemisfyrirtæki beygðu reglurnar eftir hentisemi sinni í áratugi. Getty Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“ Frjósemi Holland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira
Félagið segir að sumar frjósemisklíníkurnar hafi vísvitandi notað sama sæðisskammtinn allt að 25 sinnum, skipt sæðisskömmtum út án tilskilinnar pappírsvinnu og upplýsts samþykkis gjafans, auk þess að leyfa sama gjafanum að gefa sæði á mörgum frjósemisstofum. Fulltrúar félagsins ræddu við hollenska fréttaþáttinn Nieuwsuur í kvöld. „Tala svokallaðra „fjöldagjafa“ ætti að vera núll. Fyrir hönd stéttarinnar allar, viljum við biðjast afsökunar. Við bárum okkur ekki að eins og við hefðum átt að gera,“ segir Marieke Schoonenberg kvensjúkdómalæknir. Í Hollandi kveða lög á um að sæðisgjafi megi ekki feðra fleiri börn en 12 en áður fyrr var miðað við 25. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir óvænt sifjaspell. Lögin tóku gildi árið 1992 en vegna strangra persónuverndalaga hefur reynst erfitt að framfylgja þeim samkvæmt umfjöllun breska miðilsins Guardian. Vegna þessara erfiðleika var ákveðið að koma skyldi upp skráningarkerfi sæðisgjafa og mæðra barna sæðisgjafa sem átti að tryggja það að sæði sama gjafa yrði ekki notað við fleiri en tólf getnaði. Það kerfi var ekki tekið í gagnið fyrr en í þessum mánuði. „Fyrir vikið vitum við fyrst nú nákvæman fjölda barna sem hver gjafi hefur feðrað,“ segir Marieke en samkvæmt gagnagrunninum eru að minnsta kosti 85 manns sem feðrað hafa 25 eða fleiri börn. Flestir sæðisgjafarnir hafa feðrað á bilinu 26 til 40 börn en allnokkrir á bilinu 50 til 75. Þeirra á meðal eru einnig tíu frjósemislæknar sem hafa notað eigið sæði til að feðra tugi barna í trássi við lög og almennt siðferði. Sá sæðisgjafi sem feðrað hefur flest börn að því er vitað er er einn Jonathan Jacob Meijer. Hann hefur feðrað 550 börn hið minnsta um víða veröld en á annað hundrað þeirra voru feðruð á hollenskum frjósemisklíníkum. Um hann framleiddi Netflix heimildamynd sem ber hið lýsandi nafn: „Maðurinn sem á þúsund börn.“
Frjósemi Holland Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Sjá meira