„Það verður alltaf talað um hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 13:00 Jóhann Kristinn Gunnarsson er þjálfari Þór/KA liðsins og hann ætlar að passa upp á hina efnilegu Bríeti Fjólu Bjarnadóttur. @thorkastelpur/S2 Sport Bríet Fjóla Bjarnadóttir er enn bara fimmtán ára gömul en hefur þrátt fyrir það verið mikið á milli tannana á fólki í íslenska fótboltaheiminum. Hér er á ferðinni ein efnilegasta knattspyrnukona Íslands en Þór/KA ætlar að passa upp á sína stelpu. Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara til Akureyrar og hann heimsótti lið Þór/KA í síðasta þætti. Baldur spurði meðal annars þjálfarann Jóhann Kristinn Gunnarsson út í hina efnilegu Bríeti Fjólu. „Hvað getur þú sagt um Bríeti Fjólu. Ung stelpa en manni líður eins og allir í fótboltaheiminum viti núna hver hún er þrátt fyrir að hún sé bara fimmtán ára,“ sagði Baldur. „Hún er náttúrulega fimmtán ára síðan í janúar. Hún hefur mikla hæfileika og allt það. Það er það sem bæði hún og fjölskylda hennar vita að það verður alltaf talað um hana. Hún gerir sér alveg grein fyrir því,“ sagði Jóhann Kristinn. Hún á bara eftir að gera allt „Við erum ekkert að reyna að passa upp á það að það verði ekki talað um hana. Hún á bara eftir að gera allt. Hún á eftir að stinga sér alveg út í djúpu laugina fyrir allan peninginn,“ sagði Jóhann. „Það er okkar vinna hér að þessi skref hennar séu ekki of stór og að þau séu ekki vanhugsuð. Að það sé einhver pæling í því sem við erum að gera,“ sagði Jóhann. „Málið er bara að hún fer yfir allar hindranir og það er ekkert sem stoppar ennþá. Það lítur bara vel út með hana. Hún hefur hæfileika til að fara eins langt og hún vill í þessu,“ sagði Jóhann. Hún sjálf er langmest á jörðinni „Hún sjálf er langmest á jörðinni yfir þessu öllu saman. Það hreyfir ekkert við henni, bara heldur sínu striki og gerir það sem hún á að gera og henni er sagt að gera,“ sagði Jóhann. „Ekkert vesen. Hún er mjög skemmtilegur karakter hvað það varðar,“ sagði Jóhann en það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: LUÍH: Það verður alltaf talað um hana Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Baldur Sigurðsson heldur áfram að hita upp fyrir fótboltasumarið með þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi. Nú var komið að því að fara til Akureyrar og hann heimsótti lið Þór/KA í síðasta þætti. Baldur spurði meðal annars þjálfarann Jóhann Kristinn Gunnarsson út í hina efnilegu Bríeti Fjólu. „Hvað getur þú sagt um Bríeti Fjólu. Ung stelpa en manni líður eins og allir í fótboltaheiminum viti núna hver hún er þrátt fyrir að hún sé bara fimmtán ára,“ sagði Baldur. „Hún er náttúrulega fimmtán ára síðan í janúar. Hún hefur mikla hæfileika og allt það. Það er það sem bæði hún og fjölskylda hennar vita að það verður alltaf talað um hana. Hún gerir sér alveg grein fyrir því,“ sagði Jóhann Kristinn. Hún á bara eftir að gera allt „Við erum ekkert að reyna að passa upp á það að það verði ekki talað um hana. Hún á bara eftir að gera allt. Hún á eftir að stinga sér alveg út í djúpu laugina fyrir allan peninginn,“ sagði Jóhann. „Það er okkar vinna hér að þessi skref hennar séu ekki of stór og að þau séu ekki vanhugsuð. Að það sé einhver pæling í því sem við erum að gera,“ sagði Jóhann. „Málið er bara að hún fer yfir allar hindranir og það er ekkert sem stoppar ennþá. Það lítur bara vel út með hana. Hún hefur hæfileika til að fara eins langt og hún vill í þessu,“ sagði Jóhann. Hún sjálf er langmest á jörðinni „Hún sjálf er langmest á jörðinni yfir þessu öllu saman. Það hreyfir ekkert við henni, bara heldur sínu striki og gerir það sem hún á að gera og henni er sagt að gera,“ sagði Jóhann. „Ekkert vesen. Hún er mjög skemmtilegur karakter hvað það varðar,“ sagði Jóhann en það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: LUÍH: Það verður alltaf talað um hana
Lengsta undirbúningstímabil í heimi Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Arnar Þór látinn fara frá Gent Fótbolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira