Þetta eru enn ein vonbrigðin á ferli Kevin Durant síðan að hann ákvað að yfirgefa meistaralið Golden State Warriors á sínum tíma.
Durant kom til Phoenix Suns árið 2023 en félagið hefur þegar rekið þrjá þjálfara sína síðan þá.
Budenholzer tók pokann sinn í gær, Monty Williams í maí 2023 og Frank Vogel í maí 2024.
Þetta var vissulega mikið hörmungartímabil fyrir Suns sem vann bara 36 af 82 leikjum (44%) og endaði í ellefta sæti í Vesturdeildinni.
Durant er orðinn 36 ára gamall en var með 26,6 stig og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu.
Hann varð meistari tvö ár í röð með Golden State frá 2017 til 2018 en yfirgaf félagið eftir tap í lokaúrslitum 2019.
Á þeim sex árum sem eru liðin síðan þá hefur hann spilað með Brooklyn Nets og Phoenix Suns og aðeins náð að vinna tvö einvígi af sex í úrslitakeppni.
Núverandi samningur hans er út næsta tímabil þar sem hann mun fá 54,7 milljónir dala í laun eða sjö milljarða króna. Það er þó almennt búist við því að honum verði skipti til annars liðs í sumar en það á þó eftir að koma í ljós.