Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 10:51 Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega. Flestar umsóknir eru frá fólki frá Úkraínu og eru afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta. Vísir/Vilhelm Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði. Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði.
Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent