„Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 10:02 Elín Metta Jensen er mætt aftur í Valstreyjuna og tilbúin að láta til sín taka í sumar. Valur „Ég er bara spennt fyrir þessu tímabili og tek því hlutverki sem mér býðst í Val. Ég hlakka til að hjálpa til við það sem ég get,“ segir Elín Metta Jensen sem snýr aftur í Bestu deildina í sumar eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í nóvember. Elín Metta, sem er nýorðin þrítug, var mætt til æfinga með Val strax í febrúar, aðeins þremur mánuðum eftir barnsburð. „Ég fór nú frekar rólega af stað en mér finnst þetta búið að ganga vel. Maður verður auðvitað að hlusta á líkamann í svona endurkomu eftir barnsburð en það er búið að vera mjög gaman að geta komið aftur á æfingar og fengið útrás þar.“ Elín Metta mun í sumar taka slaginn með uppeldisfélagi sínu, sem hún raðaði inn mörkum fyrir fram til ársins 2022, en vill ekki vera með neinar yfirlýsingar um hvenær hún byrjar að spila. Fyrsti leikur Vals er í Bestu deildinni er gegn FH á Hlíðarenda kl. 18 í kvöld. „Verð tilbúin þegar kallið kemur“ „Ég ætla að hlusta á þjálfarana og styrktarþjálfara í þessum efnum. Menn vilja stíga varlega til jarðar svo að meiðslahættan sé ekki mikil og ég skil það og virði það. Ég er því bara þolinmóð. Mér finnst mjög gaman að mæta á æfingar og svo sjáum við til hvernig þetta þróast. Það er erfitt að spá fyrir með svona endurkomur en það hefur verið stígandi hjá mér á æfingum og ég hef alveg fengið að heyra það. Þetta er spennandi áskorun,“ segir Elín Metta og bendir á að hún geti miðlað af sinni reynslu til yngri leikmanna Valsliðsins. „Mér líður ágætlega í skrokknum og verð tilbúin þegar kallið kemur. Auðvitað tekur maður bara því hlutverki sem manni er gefið af æðruleysi. Núna er ég kannski með reynslumeiri leikmönnum í hópnum svo það er ekki bara inni á vellinum sem ég get gefið af mér. Það er skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður,“ segir Elín Metta. Elín Metta Jensen hefur raðað inn mörkum fyrir Val í gegnum tíðina. Alls hefur hún skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild fyrir Valsliðið og er 27 mörkum frá meti Margrétar Láru Viðarsdóttur.Vísir/Vilhelm Þessi mikli markaskorari er í tíunda sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi, með 16 mörk í 62 A-landsleikjum, og á í sínu safni fjóra Íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og gullskó, auk þess að hafa verið valin leikmaður ársins 2019. Hún lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2022 en tók þá svo fram aftur og lék með Þrótti á lokakafla tímabilsins 2023. Elín Metta staldraði stutt við í Laugardalnum 2023.Vísir/Sigurjón „Valur stefnir alltaf á að vinna allt“ „Ég var byrjuð aftur í fótboltanum þarna með Þrótti og eignaðist svo barn. Þegar Valur heyrði svo í mér þá fannst mér spennandi að byrja að æfa aftur þar og það hefur verið mjög fínt. Ég kannast auðvitað ágætlega við mig þarna – byrjuð að mæta á völlinn þegar ég var svona þriggja ára. Mér líður vel þarna og er mjög ánægð með þjálfarana og leikmennina. Ég held að það séu spennandi tímar framundan hjá Val,“ segir Elín Metta en Valskonur mæta til leiks með nýtt þjálfarateymi, undir nýrri stjórn, eftir bikarmeistaratitil og 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár en Val 2. sæti. Valskonur unnu hins vegar Blika í Meistarakeppni KSÍ á föstudaginn. „Þetta eru tvö gríðarlega öflug lið og ég held að fleiri lið gætu blandað sér í slaginn. Það eru fjölmörg lið í deildinni búin að styrkja sig vel á síðustu árum og þetta fer alltaf að verða jafnara. En auðvitað stefnir Valur alltaf á að vinna allt. Breiðablik er líka með öflugan hóp. Þetta eru jöfn lið í dag svo það verður áfram gaman að mæta þeim en við þurfum líka að vera á tánum gagnvart öðrum liðum,“ segir Elín Metta. Besta deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Elín Metta, sem er nýorðin þrítug, var mætt til æfinga með Val strax í febrúar, aðeins þremur mánuðum eftir barnsburð. „Ég fór nú frekar rólega af stað en mér finnst þetta búið að ganga vel. Maður verður auðvitað að hlusta á líkamann í svona endurkomu eftir barnsburð en það er búið að vera mjög gaman að geta komið aftur á æfingar og fengið útrás þar.“ Elín Metta mun í sumar taka slaginn með uppeldisfélagi sínu, sem hún raðaði inn mörkum fyrir fram til ársins 2022, en vill ekki vera með neinar yfirlýsingar um hvenær hún byrjar að spila. Fyrsti leikur Vals er í Bestu deildinni er gegn FH á Hlíðarenda kl. 18 í kvöld. „Verð tilbúin þegar kallið kemur“ „Ég ætla að hlusta á þjálfarana og styrktarþjálfara í þessum efnum. Menn vilja stíga varlega til jarðar svo að meiðslahættan sé ekki mikil og ég skil það og virði það. Ég er því bara þolinmóð. Mér finnst mjög gaman að mæta á æfingar og svo sjáum við til hvernig þetta þróast. Það er erfitt að spá fyrir með svona endurkomur en það hefur verið stígandi hjá mér á æfingum og ég hef alveg fengið að heyra það. Þetta er spennandi áskorun,“ segir Elín Metta og bendir á að hún geti miðlað af sinni reynslu til yngri leikmanna Valsliðsins. „Mér líður ágætlega í skrokknum og verð tilbúin þegar kallið kemur. Auðvitað tekur maður bara því hlutverki sem manni er gefið af æðruleysi. Núna er ég kannski með reynslumeiri leikmönnum í hópnum svo það er ekki bara inni á vellinum sem ég get gefið af mér. Það er skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður,“ segir Elín Metta. Elín Metta Jensen hefur raðað inn mörkum fyrir Val í gegnum tíðina. Alls hefur hún skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild fyrir Valsliðið og er 27 mörkum frá meti Margrétar Láru Viðarsdóttur.Vísir/Vilhelm Þessi mikli markaskorari er í tíunda sæti yfir markahæstu landsliðskonur Íslands frá upphafi, með 16 mörk í 62 A-landsleikjum, og á í sínu safni fjóra Íslandsmeistaratitla, þrjá bikarmeistaratitla og gullskó, auk þess að hafa verið valin leikmaður ársins 2019. Hún lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2022 en tók þá svo fram aftur og lék með Þrótti á lokakafla tímabilsins 2023. Elín Metta staldraði stutt við í Laugardalnum 2023.Vísir/Sigurjón „Valur stefnir alltaf á að vinna allt“ „Ég var byrjuð aftur í fótboltanum þarna með Þrótti og eignaðist svo barn. Þegar Valur heyrði svo í mér þá fannst mér spennandi að byrja að æfa aftur þar og það hefur verið mjög fínt. Ég kannast auðvitað ágætlega við mig þarna – byrjuð að mæta á völlinn þegar ég var svona þriggja ára. Mér líður vel þarna og er mjög ánægð með þjálfarana og leikmennina. Ég held að það séu spennandi tímar framundan hjá Val,“ segir Elín Metta en Valskonur mæta til leiks með nýtt þjálfarateymi, undir nýrri stjórn, eftir bikarmeistaratitil og 2. sæti í Bestu deildinni í fyrra. Breiðabliki er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár en Val 2. sæti. Valskonur unnu hins vegar Blika í Meistarakeppni KSÍ á föstudaginn. „Þetta eru tvö gríðarlega öflug lið og ég held að fleiri lið gætu blandað sér í slaginn. Það eru fjölmörg lið í deildinni búin að styrkja sig vel á síðustu árum og þetta fer alltaf að verða jafnara. En auðvitað stefnir Valur alltaf á að vinna allt. Breiðablik er líka með öflugan hóp. Þetta eru jöfn lið í dag svo það verður áfram gaman að mæta þeim en við þurfum líka að vera á tánum gagnvart öðrum liðum,“ segir Elín Metta.
Besta deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira