Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:45 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt. Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt.
Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira