Stórstjörnurnar fóru fyrir Golden State í 121-116 sigri á Memphis Grizzlies. Jimmy Butler var með 38 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en Stephen Curry skoraði 37 stig. Curry var með sex þrista í leiknum.
Desmond Bane skoraði 30 stig fyrir Memphis og Ja Morant var með 22 stig.
38 FOR JIMMY BUTLER III.
— NBA (@NBA) April 16, 2025
37 FOR STEPHEN CURRY.
WARRIORS TAKE THE WEST'S #7 SEED 🚨 pic.twitter.com/g7Za1dT8ap
Þetta var leikur á milli liðsins í sjöunda og áttunda sæti. Golden State er komið í úrslitakeppnina en Memphis Grizzlies fær annað tækifæri í leik á móti annað hvort Sacramento Kings eða Dallas Mavericks.
Orlando Magic tryggði sér á sama hátt sæti i úrslitakeppninni í Austurdeildinni með 120-95 stórsigri á Atlanta Hawks. Atlanta Hawks spilar um hitt sætið við annað hvort Chicago Bulls eða Miami Heat.
Cole Anthony kom með 26 stig inn af bekknum hjá Orlando , Wendell Carter Jr. var með 19 stig og stjarnan Paolo Banchero var með 17 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar. Trae Young skoraði 28 stig fyrir Atlanta.
Golden State mætir Houston Rockets í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og fyrsti leikurinn er í Houston á laugardaginn.
🍿 TUESDAY'S FINAL SCORES 🍿
— NBA (@NBA) April 16, 2025
Cole Anthony and the @orlandomagic get the #SoFiPlayIn victory and advance to play the Celtics in Round 1!
Wendell Carter Jr.: 19 PTS, 7 REB, 2 BLK
Paolo Banchero: 17 PTS, 9 REB, 7 AST
Anthony Black: 16 PTS (6-7 FGM), 4 AST pic.twitter.com/AXygYfEJfp