Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2025 21:13 Þeir félagar Búbbi og Styrmir voru himinlifandi báðir tveir með endurfundina. Vísir/Bjarni Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar. Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“ Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“
Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög