„Með allra besta móti miðað við árstíma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2025 19:38 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir horfur harla góðar fyrir páskana. Vísir Ein stærsta ferðahelgi ársins er framundan og margir á faraldsfæti bæði innanlands og erlendis. Veðurfræðingur segir veðurhorfur fyrir páskana harla góðar. Margir verða á faraldsfæti í páskafríinu bæði hér innanlands sem og erlendis. Mikil örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun og biðtími í öryggisleit mun lengri en vanalega. Veðrið spilar oft á tíðum stóran þátt þegar fólk skipuleggur ferðalög sín og Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við Harald Ólafsson veðurfræðing í Kvöldfréttum og forvitnaðist hvernig veðurhorfur væru næstu daga. „Þær eru nú bara harla góðar. Vindurinn verður á milli norðurs og austurs alla helgina og það er strekkingur í þessu til að byrja með en svo hægist hann. Það verður hæglætisveður yfir helgina,“ sagði Haraldur. Loka þurfti hringveginum á Norðausturlandi í dag, allt frá Mývatni til Egilsstaða. Bílar sátu fastir vegna ófærðar eftir ofankomu síðustu daga. „Það verða einhver él í þessu svona til að byrja með fyrir norðan og á Norðausturlandi en svo styttir upp. Það verður meira og minna úrkomulaust í öllum landshlutum og líklega frekar sólríkt nokkuð víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Þar verður líka hlýjast, það verður 6-8 stiga hiti að deginum en eitthvað svalara fyrir norðan. En frost um allt land á nóttunni,“ bætti Haraldur og sagði að færðin myndi fara batnandi. „Hún er ekkert sérstaklega góð akkúrat núna á Norðausturlandi en fer batnandi. Það er viðbúið að það verði einhverjir hálkublettir á Norður- og Norðausturlandi en líklega ekki hér Suðvestanlands. Hann sagði ekki hægt að biðja um mikið betra veður á þessum tíma ársins. „Ég held bara ekki. Þessi spá er bara með allra besta móti miðað við árstíma.“ Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Veður Færð á vegum Páskar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Margir verða á faraldsfæti í páskafríinu bæði hér innanlands sem og erlendis. Mikil örtröð myndaðist á Keflavíkurflugvelli í morgun og biðtími í öryggisleit mun lengri en vanalega. Veðrið spilar oft á tíðum stóran þátt þegar fólk skipuleggur ferðalög sín og Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við Harald Ólafsson veðurfræðing í Kvöldfréttum og forvitnaðist hvernig veðurhorfur væru næstu daga. „Þær eru nú bara harla góðar. Vindurinn verður á milli norðurs og austurs alla helgina og það er strekkingur í þessu til að byrja með en svo hægist hann. Það verður hæglætisveður yfir helgina,“ sagði Haraldur. Loka þurfti hringveginum á Norðausturlandi í dag, allt frá Mývatni til Egilsstaða. Bílar sátu fastir vegna ófærðar eftir ofankomu síðustu daga. „Það verða einhver él í þessu svona til að byrja með fyrir norðan og á Norðausturlandi en svo styttir upp. Það verður meira og minna úrkomulaust í öllum landshlutum og líklega frekar sólríkt nokkuð víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi. Þar verður líka hlýjast, það verður 6-8 stiga hiti að deginum en eitthvað svalara fyrir norðan. En frost um allt land á nóttunni,“ bætti Haraldur og sagði að færðin myndi fara batnandi. „Hún er ekkert sérstaklega góð akkúrat núna á Norðausturlandi en fer batnandi. Það er viðbúið að það verði einhverjir hálkublettir á Norður- og Norðausturlandi en líklega ekki hér Suðvestanlands. Hann sagði ekki hægt að biðja um mikið betra veður á þessum tíma ársins. „Ég held bara ekki. Þessi spá er bara með allra besta móti miðað við árstíma.“ Alla fréttina úr Kvöldfréttum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Veður Færð á vegum Páskar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira