„Þetta var skrýtinn leikur“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2025 21:39 Tímabilið fór ekki vel af stað fyrir John Andrews og leikmenn Víkings í Bestu-deild kvenna. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkinga, þurfti að sætta sig við stórt tap í fyrsta leik tímabilins. Víkingar töpuðu 4-1 á móti Þór/KA á heimavelli í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira