Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 10:32 Eygló Fanndal Sturludóttir varð Evrópumeistari ungmenna á síðasta ári og er hér á verðlaunapallinum með löndu sinni Guðnýju Björk Stefánsdóttur. Lyftingasamband Íslands Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. Eygló Fanndal kemur inn í keppnina með besta árangurinn af öllum keppendum í 71 kílóa flokknum og er því sigurstranglegust fyrir fyrstu lyftu. Hún myndi skrifa nýjan kafla í sögu íslenska lyftinga með því að komast á verðlaunapallinn hvað þá með því að vinna gullið. „Ég er mjög spennt að stíga á stóra sviðið á morgun, að sjá hvað ég get gert. Þannig ég er full tilhlökkunar,“ sagði Eygló Fanndal í viðtali við Ríkissjónvarpið sem mun sýna beint frá keppni hennar í dag. Eygló er skráð inn á mótið með 245 kíló í samanlögðu en keppendur reyna sig bæði í snörun og jafnhendingu. Næstu konur á eftir henni eru Suizanna Valodzka og Zarina Gusalova sem eru skráðar inn mað 240 kíló í samanlögðu. Þær eru Rússar en mega ekki þó keppa fyrir þjóð sína heldur keppa báðar sem hlutlausir keppendur á þessu móti. Eygló veit vel af pressunni enda ekki á hverjum degi sem Evrópukeppni í ólympískum lyftingum er sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Það er líka smá pressa og eftirvænting en ég er að reyna að halda mér rólegri og reyni að nýta það sem góða orku,“ sagði Eygló. „Ég vil bara þakka öllum heima fyrir stuðninginn. Þetta er búið að vera ótrúlega gott í hjartað. Vonandi geri ég íslensku þjóðina stolta á morgun [í dag],“ sagði Eygló í fyrrnefndu viðtali við RÚV. Lyftingar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Eygló Fanndal kemur inn í keppnina með besta árangurinn af öllum keppendum í 71 kílóa flokknum og er því sigurstranglegust fyrir fyrstu lyftu. Hún myndi skrifa nýjan kafla í sögu íslenska lyftinga með því að komast á verðlaunapallinn hvað þá með því að vinna gullið. „Ég er mjög spennt að stíga á stóra sviðið á morgun, að sjá hvað ég get gert. Þannig ég er full tilhlökkunar,“ sagði Eygló Fanndal í viðtali við Ríkissjónvarpið sem mun sýna beint frá keppni hennar í dag. Eygló er skráð inn á mótið með 245 kíló í samanlögðu en keppendur reyna sig bæði í snörun og jafnhendingu. Næstu konur á eftir henni eru Suizanna Valodzka og Zarina Gusalova sem eru skráðar inn mað 240 kíló í samanlögðu. Þær eru Rússar en mega ekki þó keppa fyrir þjóð sína heldur keppa báðar sem hlutlausir keppendur á þessu móti. Eygló veit vel af pressunni enda ekki á hverjum degi sem Evrópukeppni í ólympískum lyftingum er sýnd í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. „Það er líka smá pressa og eftirvænting en ég er að reyna að halda mér rólegri og reyni að nýta það sem góða orku,“ sagði Eygló. „Ég vil bara þakka öllum heima fyrir stuðninginn. Þetta er búið að vera ótrúlega gott í hjartað. Vonandi geri ég íslensku þjóðina stolta á morgun [í dag],“ sagði Eygló í fyrrnefndu viðtali við RÚV.
Lyftingar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira