„Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 15:02 Syrgjendur bera lík meðlima Abu Al-Rous fjölskyldunnar sem létust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjald þeirra í nótt. AP Photo/Abdel Kareem Hana Hjálparsamtök hafa miklar áhyggjur af stöðunni á Gasaströndinni þar sem Ísraelar hafa stöðvað innflutning hjálpargagna í yfir sex vikur. Þúsundir barna eru vannærð og borðar flest fólk á stríðshrjáðu svæðinu einungis eina máltíð annan hvern dag, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Ísrael batt enda á vopnahlé í síðasta mánuði og hóf á ný sprengjuárásir sínar. Hundruð manna hafa drepist í þeim árásunum og ísraelski herinn hertekið stóra hluta svæðisins til að þrýsta á Hamas að samþykkja breytingar á vopnahléssamkomulaginu sem myndu flýta fyrir lausn gísla. Árásir Ísraela í nótt, aðfaranótt fimmtudags kostuðu minnst 23 lífið, þar af tíu manna fjölskyldu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Fimm börn, fjórar konur og karl úr sömu fjölskyldu, létust í árás á borgina Khan Younis í suðurhlutanum. Öll hlutu þau alvarleg brunasár, að sögn Nasser-sjúkrahússins sem tók á móti líkunum. Árásir á norðurhluta Gasa kostuðu þrettán manns lífið, þar af níu börn, að sögn Indónesíska sjúkrahússins. Palestínumenn skoða leifar flóttamannstjalds sem varð fyrir loftárás Ísraelshers í nótt. Hún drap tíu meðlimi Abu Al-Rous fjölskyldunnar í Khan Younis í suðurhluta Gasa.AP Photo/Abdel Kareem Hana Ísraelski herinn segist forðast það að særa óbreytta borgara og kennir Hamas um dauðsföllin þar sem samtökin starfi í íbúðahverfum. „Gasasvæðið stendur nú líklega frammi fyrir sinni verstu mannúðarkreppu á þeim átján mánuðum sem liðnir eru frá því að hernaðarátökin stigmögnuðust í október 2023,“ segir Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna. Nær allir treysta á mannúðaraðstoð Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OCHA) segir að nær allir íbúar Gasa, sem telja rúmlega tvær milljónir, treysti nú á eldhús sem studd eru af hjálparsamtökum. Þau geti einungis útbúið eina milljón máltíða á dag sem dugi því skammt. Búið sé að loka öðrum fæðudreifingarúrræðum vegna skorts á birgðum. Einnig er hægt að nálgast mat á mörkuðum á Gasa en útbreiddur skortur og hækkandi verð hefur leitt til þess að 80 prósent íbúa treysta nú á mannúðaraðstoð, samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Syrgjendur biðja yfir tíu líkum meðlima Abu Al-Rous fjölskyldunnar.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vatn af skornum skammti og erfiðara að ná til barna Vatn er líka að verða af skornum skammti og standa Palestínumenn í löngum röðum við vörubíla til að fylla brúsa með vatni. Omar Shatat, sem starfar hjá vatnsveitu á svæðinu, segir að fólk sé komið allt niður í sex eða sjö lítra á dag, sem sé langt undir því magni sem Sameinuðu þjóðirnar áætla að þurfi til að mæta grunnþörfum. Í mars hófu yfir 3.600 börn meðferð vegna bráðrar vannæringar, samanborið við um 2.000 í mánuðinum áður, samkvæmt Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna. Hún segir næringarástandið fara hratt versnandi. Á sama tíma sé geta hjálparsamtaka til að meðhöndla vannærð börn takmörkuð vegna loftárása Ísraela og landhernaðar sem hófst aftur 18. mars. Neydd til að horfa á fólk þjást Í mars fækkaði þeim börnum undir fimm ára aldri sem hjálparstarfsmenn gátu útvegað næringarhjálp um 70 prósent frá mánuðinum áður, eða niður í 22.300 börn. Þetta er einungis hluti af 29.000 barna markmiði þeirra. Einungis 60 prósent af 173 meðferðarstöðum eru enn starfræktir og eftirspurn eftir ört minnkandi birgðum eykst, segir Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna. „Hjálparstarfsmenn hafa verið neyddir til að horfa á fólk þjást og deyja á meðan þeir bera þá óhugsanlegu byrði að veita neyðaraðstoð þegar birgðir eru tómar, á sama tíma og þeir standa frammi fyrir sömu lífshættulegu aðstæðum sjálfir,“ segir Amande Bazerolle, neyðarstjóri á Gasa hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. „Þetta er ekki til marks um bresti í mannúðaraðstoð – þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af,“ segir hún í yfirlýsingu. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. 13. apríl 2025 21:37 Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. 13. apríl 2025 08:00 Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. 12. apríl 2025 22:14 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ísrael batt enda á vopnahlé í síðasta mánuði og hóf á ný sprengjuárásir sínar. Hundruð manna hafa drepist í þeim árásunum og ísraelski herinn hertekið stóra hluta svæðisins til að þrýsta á Hamas að samþykkja breytingar á vopnahléssamkomulaginu sem myndu flýta fyrir lausn gísla. Árásir Ísraela í nótt, aðfaranótt fimmtudags kostuðu minnst 23 lífið, þar af tíu manna fjölskyldu. AP-fréttaveitan greinir frá þessu. Fimm börn, fjórar konur og karl úr sömu fjölskyldu, létust í árás á borgina Khan Younis í suðurhlutanum. Öll hlutu þau alvarleg brunasár, að sögn Nasser-sjúkrahússins sem tók á móti líkunum. Árásir á norðurhluta Gasa kostuðu þrettán manns lífið, þar af níu börn, að sögn Indónesíska sjúkrahússins. Palestínumenn skoða leifar flóttamannstjalds sem varð fyrir loftárás Ísraelshers í nótt. Hún drap tíu meðlimi Abu Al-Rous fjölskyldunnar í Khan Younis í suðurhluta Gasa.AP Photo/Abdel Kareem Hana Ísraelski herinn segist forðast það að særa óbreytta borgara og kennir Hamas um dauðsföllin þar sem samtökin starfi í íbúðahverfum. „Gasasvæðið stendur nú líklega frammi fyrir sinni verstu mannúðarkreppu á þeim átján mánuðum sem liðnir eru frá því að hernaðarátökin stigmögnuðust í október 2023,“ segir Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna. Nær allir treysta á mannúðaraðstoð Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OCHA) segir að nær allir íbúar Gasa, sem telja rúmlega tvær milljónir, treysti nú á eldhús sem studd eru af hjálparsamtökum. Þau geti einungis útbúið eina milljón máltíða á dag sem dugi því skammt. Búið sé að loka öðrum fæðudreifingarúrræðum vegna skorts á birgðum. Einnig er hægt að nálgast mat á mörkuðum á Gasa en útbreiddur skortur og hækkandi verð hefur leitt til þess að 80 prósent íbúa treysta nú á mannúðaraðstoð, samkvæmt nýrri skýrslu Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Syrgjendur biðja yfir tíu líkum meðlima Abu Al-Rous fjölskyldunnar.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vatn af skornum skammti og erfiðara að ná til barna Vatn er líka að verða af skornum skammti og standa Palestínumenn í löngum röðum við vörubíla til að fylla brúsa með vatni. Omar Shatat, sem starfar hjá vatnsveitu á svæðinu, segir að fólk sé komið allt niður í sex eða sjö lítra á dag, sem sé langt undir því magni sem Sameinuðu þjóðirnar áætla að þurfi til að mæta grunnþörfum. Í mars hófu yfir 3.600 börn meðferð vegna bráðrar vannæringar, samanborið við um 2.000 í mánuðinum áður, samkvæmt Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna. Hún segir næringarástandið fara hratt versnandi. Á sama tíma sé geta hjálparsamtaka til að meðhöndla vannærð börn takmörkuð vegna loftárása Ísraela og landhernaðar sem hófst aftur 18. mars. Neydd til að horfa á fólk þjást Í mars fækkaði þeim börnum undir fimm ára aldri sem hjálparstarfsmenn gátu útvegað næringarhjálp um 70 prósent frá mánuðinum áður, eða niður í 22.300 börn. Þetta er einungis hluti af 29.000 barna markmiði þeirra. Einungis 60 prósent af 173 meðferðarstöðum eru enn starfræktir og eftirspurn eftir ört minnkandi birgðum eykst, segir Mannúðarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna. „Hjálparstarfsmenn hafa verið neyddir til að horfa á fólk þjást og deyja á meðan þeir bera þá óhugsanlegu byrði að veita neyðaraðstoð þegar birgðir eru tómar, á sama tíma og þeir standa frammi fyrir sömu lífshættulegu aðstæðum sjálfir,“ segir Amande Bazerolle, neyðarstjóri á Gasa hjá hjálparsamtökunum Læknar án landamæra. „Þetta er ekki til marks um bresti í mannúðaraðstoð – þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af,“ segir hún í yfirlýsingu.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. 13. apríl 2025 21:37 Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. 13. apríl 2025 08:00 Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. 12. apríl 2025 22:14 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Ísraelsher réðst á sjúkrahús Ísraelsher gerði árás á sjúkrahús á Gasaströndinni og er það nú ónothæft. Enginn lést í árásinni en hundruðir sjúklinga og særðra þurftu að flýja um miðja nótt. 13. apríl 2025 21:37
Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Ísraelar vörpuðu í nótt sprengjum á síðasta starfandi sjúkrahús Gasaborgar á norðanverðri Gasaströnd. Gjörgæslu og skurðstofuhlutar Al-Ahli sjúkrahússins eru sagðir í rúst eftir árásirnar en enginn mun hafa látið lífið. 13. apríl 2025 08:00
Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Varnarmálaráðherra Ísrael tilkynnti að ísraelski herinn stefnir á „öfluga“ yfirtöku allrar Gasastrandarinnar. Herinn hefur einnig fyrirskipað brottflutning íbúa á svæðinu. 12. apríl 2025 22:14