Fótbolti

Slæmur skellur á móti ná­grönnunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska landsliðinu.
Mikael Neville Anderson í leik með íslenska landsliðinu. Getty/Ahmad Mora

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson og félagar í AGF fengu slæman skell í dag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Arósarliðð AGF heimsótti nágranna sína í Randers og tapaði leiknum 3-1.

Simen Bolkan Nordli skoraði fyrsta mark Randers úr vítaspyrnu á 30. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.

Nordli lagði síðan upp tvö mörk á fyrstu tíu mínútunum í seinni hálfleik.

Wessel Dammers skoraði fyrra markið með skalla á 46. mínútu og Mohamed Toure bætti við öðru marki á 55. mínútu.

Mikael var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 73 mínútur leiksins.  Patrick Mortensen náði að laga stöðuna fyrir AGF á 88. mínútu.

Randers var í næsta sæti fyrir neðan AGF fyrir leikinn en liðin höfðu sætaskipti með þessum úrslitum.

Randers og AGF eru nágrannalið á norður Jótlandi og aðeins hálftíma bílferð á milli liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×