Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. apríl 2025 18:01 Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í dag, skírdag. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði tvisvar sinnum í dag afskipti af einstaklingum vegna háværra framkvæmda. Sérstaklega hávaðasamar framkvæmdir eru lögum samkvæmt bannaðar á helgidögum. Í báðum tilfellum ræddi lögregla við viðkomandi einstakling og honum gert að stöðva framkvæmdirnar. Í lögregluumdæmi 1, sem þjónustar Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes, var óskað eftir aðstoð vegna fundar á byssuskoti á leikvelli. Byssuskotið var haldlagt af lögreglu. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir í fréttaskeyti lögreglunnar. Köstuðu grjóti í átt að sundlaugagestum Þá var lögregla kölluð til vegna einstaklings sem hafði komið inn í húsnæði fyrirtækis og haft uppi hótanir við starfsfólk og var starfsfólki brugðið og óttaslegið. Þegar lögregla kom á vettvang var viðkomandi farinn en vitað er hver einstaklingurinn er. Málið er í rannsókn. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem hafði truflandi áhrif á starfsemi fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og neyðarlínunnar. Fram kemur í skeytinu að háttsemin hafi valdið truflunum á fjarskiptum en slíkt er bannað með lögum. Í lögregluumdæmi 2, sem þjónustar Hafnarfjörð og Garðabæ, var lögreglu tilkynnt um einstaklinga við sundlaug sem köstuðu grjóti yfir girðingu laugarinnar en grjótið hafnaði nærri sundlaugagestum ofan í sundlauginni. Þeir voru farnir er lögreglu bar að garði. Í lögregluumdæmi 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um umferðaróhapp í útjaðri höfuðborgarinnar. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaður með öllu óviðræðuhæfur en hann var handtekinn, grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur, og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Viðkomandi er einnig grunaður um vörslu fíkniefna sem og að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Málið er í rannsókn. Lögreglumál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Í báðum tilfellum ræddi lögregla við viðkomandi einstakling og honum gert að stöðva framkvæmdirnar. Í lögregluumdæmi 1, sem þjónustar Austurbæ, Miðbæ, Vesturbæ og Seltjarnarnes, var óskað eftir aðstoð vegna fundar á byssuskoti á leikvelli. Byssuskotið var haldlagt af lögreglu. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir í fréttaskeyti lögreglunnar. Köstuðu grjóti í átt að sundlaugagestum Þá var lögregla kölluð til vegna einstaklings sem hafði komið inn í húsnæði fyrirtækis og haft uppi hótanir við starfsfólk og var starfsfólki brugðið og óttaslegið. Þegar lögregla kom á vettvang var viðkomandi farinn en vitað er hver einstaklingurinn er. Málið er í rannsókn. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem hafði truflandi áhrif á starfsemi fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og neyðarlínunnar. Fram kemur í skeytinu að háttsemin hafi valdið truflunum á fjarskiptum en slíkt er bannað með lögum. Í lögregluumdæmi 2, sem þjónustar Hafnarfjörð og Garðabæ, var lögreglu tilkynnt um einstaklinga við sundlaug sem köstuðu grjóti yfir girðingu laugarinnar en grjótið hafnaði nærri sundlaugagestum ofan í sundlauginni. Þeir voru farnir er lögreglu bar að garði. Í lögregluumdæmi 4, sem þjónustar Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, var tilkynnt um umferðaróhapp í útjaðri höfuðborgarinnar. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaður með öllu óviðræðuhæfur en hann var handtekinn, grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur, og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Viðkomandi er einnig grunaður um vörslu fíkniefna sem og að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Málið er í rannsókn.
Lögreglumál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira