Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Eiður Þór Árnason skrifar 18. apríl 2025 07:36 Ýmis mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan aðhafðist í miðborginni eftir að tilkynnt var um þrjá einstaklinga sem grunaðir voru um vasaþjófnað. Fannst einn þeirra þegar lögregla kom á vettvang og reyndist vera með nokkuð magn af ætluðu þýfi og fjármunum. Hinn grunaði var handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þrír gistu fangageymslur í morgunsárið og voru alls 52 mál skráð frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Lögregla hafði einnig afskipti af einstaklingi sem tók á rás þegar hann sá laganna verði við almennt eftirlit. Eftir stutta en snarpa eftirför á fæti náðist einstaklingurinn og reyndist hann vera með nokkuð magn af fíkniefnum innanklæða, að sögn lögreglu. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og ólöglega dvöl á landinu. Kærðir vegna filmu í rúðu Lögregla var sömuleiðis kölluð til vegna einstaklings sem er sagður hafa verið með ógnandi tilburði í miðborginni, haft sig mikið í frammi og kastað glasi í rúðu á skemmtistað. Sá var handtekinn og vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja en búið var að setja dökkar filmur í fremri hliðarrúður bifreiðanna. Ökutækin voru einnig boðuð í skoðun að kröfu lögreglu. Þá handtók lögregla ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, og hafði afskipti af ökumönnum án gildra ökuréttinda. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur en sá hraðasti mældist á 121 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, að sögn lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45 Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. 15. apríl 2025 19:45
Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Gerð var tilraun til að nota stolin greiðslukort í verslun í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær. Þeim hafði fyrr um daginn verið stolið af ferðamanni sem beið eftir því að Strokkur sýndi listir sínar í Haukadal. Myndband náðist af stuldinum. 15. apríl 2025 12:22