Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 11:54 Norðurlandaráðsþing var haldið hérlendis á síðasta ári. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá. Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá.
Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira