Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2025 08:02 Gianluca Zambrotta og Francesco Totti fagna á HM 2006. Sá fyrrnefndi þarf að fara undir hnífinn sem fyrst. EPA/RAINER JENSEN Gianluca Zambrotta spilaði með stórliðum á borð við AC Milan, Barcelona og Juventu sá ferli sínum. Hann vann fjölda titla og stóð uppi sem heimsmeistari með Ítalíu árið 2006. Nú stefnir í að þessi 48 ára gamli fyrrverandi knattspyrnumaður þurfti gervihné til þess að geta gengið eðlilega. Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá. Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir. „Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“ Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við. „Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“ Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti HM 2006 í Þýskalandi Ítalski boltinn Padel Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira
Zambrotta var á sínum tíma talinn með bestu bakvörðum heims og spilaði meðal annars 98 A-landsleiki. Á annars glæstum ferli lenti hann ekki í neinum grafalvarlegum meiðslum en í dag er staðan önnur. Hann tjáði sig opinberlega um málið í hlaðvarpi á dögunum. Daily Mail greindi frá. Hér má sjá hvernig fætur Zambrotta eru í dag.Andrea Diodato/Getty Images Þannig er mál með vexti að Zambrotta er það hjólbeinóttur að læknarnir sem hann hefur talað við skilja í raun ekki hvernig hann getur gengið. Í hlaðvarpinu segir leikmaðurinn fyrrverandi að hann hafi þrívegis farið í aðgerð á hné og nú vanti allt trefjabrjósk í bæði hné hans. Það leiði til þess að fætur hans hafi orðið hjólbeinóttir. „Ég er orðinn að tilraunadýri. Læknarnir horfa á mig og spyrja hvernig ég get gengið. Eftir nokkur ár þarf ég að nota gervilimi.“ Zambrotta viðurkennir að ástand hans hafi versnað þar sem hann hafi ekki brugðist nægilega fljótt við. „Ég hefði ef til vill átt að byrja að vinna í þessu fyrr. Ég mun bráðlega fara í aðgerð á báðum hnjám. Læknarnir sem ég hef talað við skilja ekki hvernig ég get tekið þátt í hlutum eins og padel.“ Zambrotta er á leið undir hnífinn þar sem reynt verður að rétta fætur hans. Þó það gangi vel þá þarf hann samt sem áður að fá gervihné á næstu árum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti HM 2006 í Þýskalandi Ítalski boltinn Padel Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira