Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:46 Eygló Fanndal Sturludóttir var skælbrosandi eftir afrek sín á EM enda varð hún Evrópumeistari, fyrst Íslendinga í ólympískum lyftingum. Skjáskot/torokhtiy_media/eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir skráði sig rækilega í sögubækurnar með fyrsta Evrópumeistaratitli Íslendings í ólympískum lyftingum á skírdag. Afrek hennar er enn stærra þegar horft er til annarra þyngdarflokka á mótinu. Eygló lyfti 109 kílóum í snörun (e. snatch) og 135 kílóum í jafnhendingu (e. clean & jerk) eða 244 kílóum samanlagt. Allt voru þetta ný Íslands og Norðurlandamet í þyngdarflokknum sem hún keppti í, -71kg flokknum, og koma til með að standa um ókomna tíð þar sem ákveðið hefur verið að breyta þyngdarflokkunum. Lyftingasamband Íslands hefur nú bent á þá sturluðu staðreynd að lyfturnar sem Eygló náði hefðu einnig dugað til sigurs í þyngri þyngdarflokkum. Hún lyfti sem sagt meira samanlagt en sigurvegararnir í bæði -76 kg flokki og -81 kg flokki. Það þýðir að þó að keppendur hefðu mátt vera tíu kílóum þyngri en Eygló þá náði samt enginn þeirra að lyfta eins miklu og þessi 23 ára læknanemi frá Íslandi. Sigurvegararnir í -71, -76 og -81 kg flokki. Eins og sjá má lyfti Eygló Fanndal Sturludóttir mestu af öllum, þrátt fyrir að vera í þyngdarflokknum með minnstu hámarksþyngd keppenda.Skjáskot/@icelandic_weightlifting Hin ítalska Kegne Toko vann -76 kg flokkinn með því að lyfta samtals 233 kg eða heilum ellefu kg minna en Eygló. Elena Erighina frá Moldóvu lyfti svo samtals 242 kg og vann -81 kg flokkinn, þrátt fyrir að lyfta tveimur kg minna en Eygló. View this post on Instagram A post shared by EWF (@ewfsport) Lyftingar Tengdar fréttir Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03 Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35 Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32 Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. 12. apríl 2025 08:00 Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Í kvöld var Glódís Perla Viggósdóttir kosin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hér að neðan má sjá hver fengu atkvæði en Glódís Perla vann með fullt hús stiga. 4. janúar 2025 21:52 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Sjá meira
Eygló lyfti 109 kílóum í snörun (e. snatch) og 135 kílóum í jafnhendingu (e. clean & jerk) eða 244 kílóum samanlagt. Allt voru þetta ný Íslands og Norðurlandamet í þyngdarflokknum sem hún keppti í, -71kg flokknum, og koma til með að standa um ókomna tíð þar sem ákveðið hefur verið að breyta þyngdarflokkunum. Lyftingasamband Íslands hefur nú bent á þá sturluðu staðreynd að lyfturnar sem Eygló náði hefðu einnig dugað til sigurs í þyngri þyngdarflokkum. Hún lyfti sem sagt meira samanlagt en sigurvegararnir í bæði -76 kg flokki og -81 kg flokki. Það þýðir að þó að keppendur hefðu mátt vera tíu kílóum þyngri en Eygló þá náði samt enginn þeirra að lyfta eins miklu og þessi 23 ára læknanemi frá Íslandi. Sigurvegararnir í -71, -76 og -81 kg flokki. Eins og sjá má lyfti Eygló Fanndal Sturludóttir mestu af öllum, þrátt fyrir að vera í þyngdarflokknum með minnstu hámarksþyngd keppenda.Skjáskot/@icelandic_weightlifting Hin ítalska Kegne Toko vann -76 kg flokkinn með því að lyfta samtals 233 kg eða heilum ellefu kg minna en Eygló. Elena Erighina frá Moldóvu lyfti svo samtals 242 kg og vann -81 kg flokkinn, þrátt fyrir að lyfta tveimur kg minna en Eygló. View this post on Instagram A post shared by EWF (@ewfsport)
Lyftingar Tengdar fréttir Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03 Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35 Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32 Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. 12. apríl 2025 08:00 Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Í kvöld var Glódís Perla Viggósdóttir kosin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hér að neðan má sjá hver fengu atkvæði en Glódís Perla vann með fullt hús stiga. 4. janúar 2025 21:52 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Haukur klár í stærra hlutverk Sjá meira
Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag Evrópumeistari í mínus 71 kílóa flokki á Evrópumótinu í Ólympískum lyftingum í Moldóvu. 17. apríl 2025 15:03
Eygló Fanndal Evrópumeistari Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir varð í dag fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í fullorðinsflokki í Ólympískum lyftingum. Þetta afrekaði hún á EM sem fer fram í Chisinau í Moldavíu. 17. apríl 2025 14:35
Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Miklar væntingar eru gerðar til íslensku lyftingarkonunnar Eyglóar Fanndal Sturludóttiur þegar hún keppir á Evrópumeistaramótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu í dag. 17. apríl 2025 10:32
Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur verið að gera frábæra hluti í íþrótt sinni síðustu mánuðina og hún hefur bætt fjölda Norðurlandamet og Íslandsmeta á þeim tíma. Það er líka nóg að gera hjá henni utan lyftingarsalsins. 12. apríl 2025 08:00
Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Í kvöld var Glódís Perla Viggósdóttir kosin Íþróttamaður ársins 2024 af Samtökum íþróttafréttamanna. Hér að neðan má sjá hver fengu atkvæði en Glódís Perla vann með fullt hús stiga. 4. janúar 2025 21:52