Erlent

Frans páfi er látinn

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Frans páfi er látinn eftir erfið veikindi.
Frans páfi er látinn eftir erfið veikindi. AP/Gregorio Borgia

Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri.

Kevin Farrell kardináli greindi frá andláti hans á miðlum Páfagarðs snemma í morgun. 

„Klukkan 7:35 í morgun sneri Frans Rómarbiskup aftur í hús föðurins. Allt hans líf helgaði hann þjónustu í þágu drottins og kirkjunnar. Hann kenndi okkur að lifa eftir gildum guðspjallanna með trú, hugrekki og skilyrðislausum kærleik, sérstaklega í garð hinna fátæku og jaðarsettu,“ segir Kevin Ferrell kardináli.

Frans páfi var lagður inn á sjúkrahús í Rómaborg 14. febrúar síðastliðinn til að hljóta meðferð við berkjubólgu. Líðan hans versnaði og skömmu síðar var hann greindur með lungnabólgu í báðum lungum. Eftir 38 daga spítaladvöl sneri hann aftur til Páfagarðs.

Í gær á sjálfan páskadag blessaði hann margmennið sem saman hafði komið á Péturstorgi til að fagna upprisunni. Hann hélt ekki messu af svölunum líkt og hefð er fyrir vegna veikinda heldur gerði það Angelo Comastri kardináli í hans stað.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×