Skýrslan sé „full af lygum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 13:57 Brot úr myndbandi þar sem sjá má sjúkrabíla Rauða hálfmánans með blikkandi ljós rétt áður en ísraelskir hermenn hófu skothríð á bílana. AP Palestínsku samtökin Rauði hálfmáninn segja skýrslu ísraelska hersins um morð á fimmtán hjálparstarfsmönnum „fulla af lygum.“ Herinn gaf út skýrslu sem sagði að „fagleg mistök“ hafi átt sér stað og var varaherforingja vikið úr starfi. Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Hjálparstarfsmenn, sem voru alls sautján, á vegum Rauða hálfmánans, Palestínsku varnarsveitanna og Sameinuðu þjóðanna voru að störfum á merktum bifreiðum þegar fimmtán þeirra voru skotnir til bana af hermönnum Ísraelshers. Lík þeirra voru grafin í grunna gröf og flök bifreiðanna skilin eftir skammt frá. Tveir menn lifðu af, annar þeirra var barinn og pyntaður, en hinn tekinn til fanga af hermönnunum. Skýrsla Ísraelshers var gefin út í gær þar sem þeir viðurkenna áðurnefnd „fagleg mistök“ en neita að hafa reynt að fela atvikið. Einn herforingi fékk áminningu vegna málsins og varaherforingja vikið úr starfi. Þá kemur fram að mennirnir fimmtán voru grafnir til að „koma í veg fyrir frekari sakaða“ og að „ákvörðunin hafi verið skynsamleg vegna aðstæðna.“ Gröfin fannst viku eftir andlát þeirra. Ísraelsher hélt því fyrst fram að bílalest hjálparstarfsmannanna hefði verið grunsamleg og lélegt skyggni hafi verið svo hermennirnir sáu ekki að um sjúkrabíl hafi verið að ræða. Myndbandsupptaka af svæðinu afsannaði það og sjást bílarnir rækilega merktir hjálparsamtökunum og vel upplýstir. Ísraelsher leiðrétti rangfærslurnar. Talsmaður Rauða hálfmánans sagði skýrslu hersins „ógilda“ þar sem herinn tekur ekki ábyrgð á atvikinu heldur kennir einstaklingum um. Jonathan Whittall, yfirmaður mannúðarmála í Gasa hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rannsóknina ekki hafa verið nægilega ítarleg. „Skortur á ábyrgð grefur undan alþjóðalögum og gerir heiminn á að hættulegri stað,“ sagði Whittall samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira