Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 20:47 Hvalurinn er um sex metrar að lengd og er ástand hans enn nokkuð gott. „Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land. Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land.
Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira