Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 11:33 Flestir fótboltaáhugamenn þekkja vel San Siro leikvanginn enda einn sá sögufrægasti í heimi. Getty/Alex Gottschalk Ítölsku fótboltarisarnir AC Milan og Internazionale Milan vilja fá nýjan leikvang í næstu framtíð en þau vilja líka vera áfram á San Siro svæðinu. Ein frumleg lausn á því vandamáli hefur vakið athygli. San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta. Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira
San Siro leikvangurinn er einn sá sögufrægasti í heimi enda hefur hann hýst margan stórleikinn á síðustu áratugum. Hann er hins vegar gamaldags og býður ekki upp á möguleika sem nútímafótboltalið þarf á að halda hvað varðar tekjuöflun og þjónustu fyrir stuðningsmenn. Bæði félög, AC Milan og Internazionale, hafa fundið sér ný möguleg stæði fyrir framtíðarleikvang en þau eru langt í burtu eða í útjaðri Mílanó eins og í San Donato eða Rozzano hverfinu. Framtíð San Siro hefur líka verið í umræðunni lengi en nýjasta hugmyndin er líklega sú athyglisverðasta af þeim öllum. Stór og stæðilegur fótboltaleikvangur gnæfir vanalega yfir nágrenni sitt og hefur mikil umhverfisáhrif. Í þessari nýju tillögu um nýan San Siro leikvang þá vilja hugmyndasmiðirnir byggja nýja leikvanginn neðanjarðar. Hugmyndir eru nefnilega um að grafa leikvanginn niður og byggja síðan glertorg og garð fyrir ofan hann. „Þetta er byltingarkennd hugmynd sem myndi þýða að San Siro leikvangurinn færi neðanjarðar og leikvangurinn myndi í raun hverfa sjónum. Stuðningsmennirnir myndu örugglega reiðast en við höfum skyldur gagnvart umhverfinu, þjóðinni og Mílánó. Við sjáum fyrir okkur glæsilega byggingu sem hefði mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt,“ sagði Davide Bruno frá arkitektafyrirtækinu. „Við erum líka að tala um að planta tuttugu þúsund trjám, fimm hundruð þúsund blómum og það yrðu þarna sjö kílómetrar af göngustígum,“ sagði Bruno. Þetta útspil er vissulega smá klikkað en kallar líka á viðbrögð náttúrusinna sem hafa barist gegn öllum slíkum verkefnum en fengju nú náttúruperlu í miðri borginni. Það fylgir þó sögunni að þessi framkvæmd myndi kosta mikinn pening eða í kringum einn og hálfan milljarð evra sem eru um 219 milljarða íslenskra króna. Kostnaður er strax sú hindrun sem gæti stöðvað verkefnið í fæðingu. Þetta er auðvitað ekki eina hugmyndin um framtíð San Siro svæðisins en kannski sú klikkaðasta.
Ítalski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Fleiri fréttir Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Sjá meira