„Svona er úrslitakeppnin“ Hinrik Wöhler skrifar 22. apríl 2025 22:09 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, hefur átt betri kvöld á hliðarlínunni. Vísir/Jón Gautur Það gekk ekki mikið upp hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Vals, og lærisveinum hans í Mosfellsbæ í kvöld. Valsmenn töpuðu með átta mörkum á móti Aftureldingu og er nú jafnt í einvígi liðanna, 1-1. Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu. Olís-deild karla Valur Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Óskar segir að Mosfellingar hafi verið sterkari á flestum sviðum í kvöld. „Munurinn lá á flestum vígstöðum. Varnarlega vorum við, í byrjun, alltaf á skrefinu á eftir. Við náðum ekki að stoppa flæðið og þeir komust í skot sem voru erfið og þar af leiðandi var Bjöggi [Björgvin Páll Gústavsson] ekki að finna sig. Sóknarlega, inn á milli, var ein og ein góð sókn. Þegar vörnin var að koma þá fannst mér hitt fara,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Valur elti Mosfellinga gott sem allan leikinn og voru sex mörkum undir í hálfleik. Valsmenn gátu verið vongóðir eftir að þeir skoruðu fyrstu fjögur mörkin í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í tvö mörk. „Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en hleypum þessu aftur í fjögur eða fimm mörk sem var óþarfi. Þetta átti að vera leikur en það er vont að vera búnir að missa þetta svona mikið. Ná þessu og svo missa aftur, það tekur orku. Óþarfi en svona er úrslitakeppnin, þeir voru betri í dag,“ sagði Óskar Bjarni um leikinn. Blær Hinriksson var markahæstur í liði Aftureldingar með sjö mörk.Vísir/Jón Gautur Leikurinn var annar leikur liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla og geta Valsmenn hefnt fyrir tapið í þriðja leik liðanna sem fer fram á föstudag. Óskar Bjarni segir að mögulega hefði hann getað breytt til fyrr í leiknum til að stöðva áhlaup Mosfellinga. „Við misstum þetta fljótlega aftur, vorum alltaf fjórum eða fimm mörkum á eftir. Kannski hefðum við þurft að poppa þetta meira upp. Það voru bara fyrstu mínúturnar í seinni sem voru góðar en svo var þetta bara búið,“ bætti Óskar við. Þetta er skák Valur sigraði fyrsta leik liðanna eftir framlengingu en Óskar segir að vörn Mosfellinga hafi verið mun sterkari í leiknum í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, hafði betur í skákinni í kvöld.Vísir/Jón Gautur „Þeir gerðu hlutina örlítið betur en síðast og við vorum hálfu skrefi eftir. Sóknarlega vorum við mun betri síðast, þeir löguðu vörnina.“ „Þetta er eins og þetta er, þetta er smá skák. Hins vegar ef við spilum aftur svona, við þurfum að laga allt; vörn, sókn og hraðaupphlaup. Það er rosa mikið sem við þurfum að skoða en stundum er þetta svona í úrslitakeppninni. Þú vinnur í framlengingu en svo tapar þú með átta,“ sagði þjálfarinn að endingu.
Olís-deild karla Valur Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn