Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2025 10:47 Landsréttur hefur úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til þess að hann komi sér ekki undan framkvæmd flutnings til Litáen. Vísir/Viktor Freyr Litáískur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli evrópskrar handtökutilskipunar. Hann hefur ekki afplánað fjögurra og hálfs árs dóm vegna kynferðisbrota gegn barnungri stúlku í heimalandinu. Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Í úrskurði Landsréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að ákvörðun um afhendingu mannsins hafi orðið endanleg með úrskurði réttarins þann 16. apríl. Héraðsdómur úrskurðaði í of langt varðhald Samkvæmt lögum um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar skuli afhenda eftirlýstan mann eins fljótt og unnt er og í síðasta lagi tíu sólarhringum eftir að endanleg ákvörðun um afhendingu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar liggur fyrir. Því hafi maðurinn verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þó ekki lengur en til laugardagsins 26. apríl 2025 klukkan 12:46. Með úrskurði héraðsdóms hafði maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sunnudagsins 27. apríl. Átta ár í heildina Í úrskurði héraðsdóms, sem var staðfestur að mestu leyti, segir að til grundvallar handtökuskipuninni sé dómur svæðisdómstólsins í Vilníus frá 24. maí 2024, sem hafi orðið fullnustuhæfur eftir að áfrýjunarbeiðni var hafnað með úrskurði áfrýjunardómstóls Litáen frá 22. janúar 2025. Með dómnum hafi maðurinn verið dæmdur til að sæta fangelsi í átta ár. Þar af eigi hann eftir að afplána fjögur ár og sex mánuði. Eftirstöðvarnar samsvari þeim hegningarauka sem hinum eftirlýsta var gerður við dóm svæðisdómstólsins í Vilníus frá 29. janúar 2016. Litáísk hegningarlög geri ráð fyrir að áður afplánuð refsing sé tekin með þegar ný heildarrefsing er ákveðin. Með dómnum í fyrra málinu hafi hann verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði, sem hann hafi þegar afplánað. Hann hafi því ekki afplánað neinn hluta þeirrar refsingar sem honum var gerð vegna þeirra brota sem hin evrópska handtökuskipun tekur til. Ítrekið brot gegn stúlku á heimilinu Samkvæmt handtökutilskipuninni hafi maðurinn verið sakfelldur fyrir þrjú kynferðisbrot gegn barnungri stúlku, með því að hafa árið 2015, á sameiginlegu heimili þeirra á nánar tilgreindum stað í Vilníus, áreitt hana kynferðislega, gert tilraun til að láta hana hafa við sig munnmök og haft við hana samræði. Þá hafi hann verið sakfelldur fyrir að hafa valdið barninu andlegum skaða með framangreindum kynferðisbrotum.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Litáen Lögreglumál Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira