Innlent

Kastaði eggjum í bíl

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Úr safni.
Úr safni. Vísir/Samúel

Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki.

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gærkvöldi. Snemma í morgun gistu tólf í fangageymslu lögreglunnar.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að vera með filmur í hliðarrúðum og eiga þeir von á sekt.

Á lögreglustöð 2 voru þrír handteknir vegna gruns um nytjastuld vélknúinna farartækja. Þeir voru allir vistaðir í klefa í þágu rannsóknar. Umdæmi stöðvarinnar er Hafnarfjörður, Garðabær og Álftanes.

Þá voru nokkrir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis og aðrir sektaðir fyrir of hraðan akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×