Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Sindri Sverrisson skrifar 24. apríl 2025 16:29 Það var nóg pláss fyrir stuðningsmenn Vestra á leik gegn Fram í Úlfarsárdal á síðustu leiktíð, þegar þessi mynd var tekin. Þá, líkt og í gær, fögnuðu Vestramenn sigri. vísir/Viktor Freyr Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni. Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“ Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Halldór Jónsson, Vestfirðingur sem búsettur er á Akranesi, vakti athygli á þessu á Facebook og birti mynd sem sýnir stuðningsmenn Vestra úti í horni Akraneshallarinnar. Gerðir hornreka í orðsins fyllstu merkingu, eins og Halldór orðar það og segir framkomuna við gestina dapurlega. Stuðningsmenn ÍA fylltu þá litlu stúku sem er í höllinni, sem tekur aðeins um 350 manns, og voru svo einnig í öðru horni hallarinnar, í sams konar aðstöðu og stuðningsmenn Vestra sem fannst þó broslegt að sjá að aðeins heimafólk fengi sæti í stúkunni. Hús sem er ekki byggt fyrir svona leiki Það að stuðningsmenn Vestra hafi ekki fengið sæti í stúkunni á sér hins vegar sínar skýringar eins og Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, útskýrði í samtali við Vísi: „Það eru kröfur frá KSÍ um aðskilnað stuðningsmanna og þetta var eini mögulegi aðskilnaðurinn inni í þessari höll. Ekki nema menn hefðu viljað að stuðningsmenn ÍA væru allir þarna og þessir tuttugu og eitthvað stuðningsmenn Vestra sem komu hefðu verið í stúkunni. Hefði það meikað sens? Nei. Við vorum ekki í góðri aðstöðu. Við erum með hús sem er ekki byggt fyrir svona og erum að reyna að gera það besta úr því. Það voru stuðningsmenn ÍA sem sátu í alveg eins sætum hinum megin,“ sagði Eggert. Hann sagði vonir bundnar við það að ekki yrðu fleiri leikir spilaðir í Akraneshöllinni á leiktíðinni. Næsti heimaleikur ÍA, við KA 4. maí, ætti því að geta farið fram á grasinu á ELKEM-vellinum. Vestri hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Þar segir meðal annars: „Vegna dræmrar miðasölu til stuðningsfólks Vestra fyrir leikinn var tekin ákvörðun um að staðsetja stuðningsmenn Vestra með þeim hætti sem best þjónaði bæði öryggi og heildarumgjörð leiksins. Markmiðið var ávallt að tryggja að öll framkvæmd væri fagleg, örugg og sem ánægjulegust fyrir alla viðstadda.“ „Samvinna ÍA og Vestra hefur ávallt verið sterk og góð – til að nefna hefur ÍA ítrekað sýnt Vestra mikla samkennd með því að bjóða og bregðast við beiðnum um að hliðra til æfingatímum félagsins þegar aðstöðuleysi Vestra hefur gert vart við sig yfir vetrartímann.“
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19 Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Höskuldur Gunnlaugsson var hetja Blika í stórleik gærkvöldsins í Bestu deild karla er hann skoraði sigurmark liðsins gegn Stjörnunni í uppbótartíma. 13 mörk voru skoruð í fjórum leikjum gærkvöldsins í deildinni. 24. apríl 2025 14:19
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. 23. apríl 2025 20:45