Enski boltinn

Kidd kominn í eig­enda­hóp Ever­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hefur nægan frítíma eftir að Dallas féll úr leik í umspili NBA-deildarinnar.
Hefur nægan frítíma eftir að Dallas féll úr leik í umspili NBA-deildarinnar. Justin Ford/Getty Images

Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju.

Eins og frægt er varð ofurstjarnan LeBron James smáhlutaeigandi í Liverpool, verðandi Englandsmeisturum, fyrir þónokkrum árum. Síðan þá hafa margir stokkið á vagninn, þó fáir jafn frægir og James.

Hinn 52 ára gamli Kidd er í dag þjálfari Dallas en var á sínum tíma gríðarlega öflugur leikmaður. Hann varð tvívegis NBA-meistari, tíu sinnum var hann valinn í stjörnuleikinn og þá á hann eitt Ólympíugull. Hann hefur nú fjárfest smá af auðæfum sínum í Everton.

„Það er mikill heiður að koma inn í eigendahóp Everton á þessum mikilvæga tímapunkti þar sem nýr leikvangur er handan við hornið og framtíð félagsins björt,“ segir Kidd á vefsíðu Everton.

Everton er í 13. sæti með 38 stig þegar 33 umferðir eru búnar í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×