Sport

Sel­foss einum sigri frá Olís deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hannes fór mikinn.
Hannes fór mikinn. UMF Selfoss

Selfyssingar eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Liðið vann góðan tveggja marka útisigur á Gróttu í kvöld og er þar með komið 2-1 yfir í einvíginu.

Grótta vann fyrsta leik liðanna með níu mörk en síðan hefur Selfoss unnið tvo leiki í röð, báða með tveggja marka mun. Lokatölur á Seltjarnarnesi í kvöld 35-37 og Selfyssingar þurfa nú aðeins sigur á heimavelli á sunnudag til að klára dæmið.

Hjá heimamönnum voru Tryggvi Sigurberg Traustason og Hannes Höskuldsson markahæstir með 7 mörk hvor. Þar á eftir kom Al­varo Mallols með sex mörk. Þá varði Alexander Hrafnkelsson 15 skot í markinu.

Hjá gestunum var Ágúst Ingi Óskarsson allt í öllu en hann skoraði 13 mörk. Þar á eftir kom Jakob Ingi Stefánsson með 7 mörk.


Tengdar fréttir

Sel­foss jafnaði metin

Eftir níu marka tap á Seltjarnarnesi þurftu Selfyssingar að svara fyrir sig í umspilinu um sæti í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Selfoss vann Gróttu með tveggja marka mun í kvöld og allt orðið jafnt í einvíginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×