Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 10:25 Frederik August Albrecht Schram hefur spilað 55 leiki með Val í efstu deild og nú er ljós að þeir verða fleiri. Valur Frederik Schram mun verja mark Valsmanna á nýjan leik í Bestu deildinni í fótbolta en Valsmenn hafa samið við landsliðsmarkvörðinn um að snúa aftur á Hlíðarenda. Frederik lék með Val á árunum 2022 til 2024 og spilaði þá 55 leiki með liðinu en hann snýr aftur eftir stutta dvöl hjá danska félaginu FC Roskilde. Hann á auk þess að baki sjö leiki með íslenska A-landsliðinu. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson, sem leysti Frederik Schram af hólmi, hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli. „Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvarandi meiðsli og við erum virkilega svekktir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt enginn svekktari en Ömmi sjálfur. Hann hefur lagt allt í að ná sér góðum, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður vonast eftir. Hann hefur verið mjög faglegur í öllu síðan hann kom til okkar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í fréttatilkynningu Valsmanna. Stefán Þór Ágústsson er ungur og efnilegur markvörður sem hefur fengið tækifæri í vetur og spilað í Valsmarkinu í byrjun móts. Frederik var klár þegar kallið kom frá Hlíðarenda og Roskilde var tilbúið að láta hann fara. „Frederik er auðvitað bara Valsari og frábær gaur sem ég hef haldið góðu sambandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi honum frá stöðunni hjá okkur var strax ljóst að þau fjölskyldan voru til í að skoða það að koma aftur til okkar. Við vorum síðan fljótir að ná samkomulagi við Roskilde og því ljóst að hann verður leikmaður okkar á ný. Við höfum lagt mikið í liðið okkar í vetur og ljóst að það verður alvöru samkeppni um markmannsstöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.,“ segir Björn Steinar. Björn vonast samt til þess að Ögmundur verði hluti af samkeppninni um markmannsstöðuna en ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvernig það muni þróast. Besta deild karla Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Sjá meira
Frederik lék með Val á árunum 2022 til 2024 og spilaði þá 55 leiki með liðinu en hann snýr aftur eftir stutta dvöl hjá danska félaginu FC Roskilde. Hann á auk þess að baki sjö leiki með íslenska A-landsliðinu. Ástæða endurkomunnar er sú að Ögmundur Kristinsson, sem leysti Frederik Schram af hólmi, hefur ekki náð sér að fullu eftir meiðsli. „Það er auðvitað alltaf erfitt þegar menn eru að glíma við langvarandi meiðsli og við erum virkilega svekktir með stöðuna á Ögmundi. Það er samt enginn svekktari en Ömmi sjálfur. Hann hefur lagt allt í að ná sér góðum, en stundum fara hlutirnir ekki eins og maður vonast eftir. Hann hefur verið mjög faglegur í öllu síðan hann kom til okkar og lyft mörgu á hærra level með sínu flotta viðhorfi,“ segir Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í fréttatilkynningu Valsmanna. Stefán Þór Ágústsson er ungur og efnilegur markvörður sem hefur fengið tækifæri í vetur og spilað í Valsmarkinu í byrjun móts. Frederik var klár þegar kallið kom frá Hlíðarenda og Roskilde var tilbúið að láta hann fara. „Frederik er auðvitað bara Valsari og frábær gaur sem ég hef haldið góðu sambandi við síðan hann fór. Þegar ég greindi honum frá stöðunni hjá okkur var strax ljóst að þau fjölskyldan voru til í að skoða það að koma aftur til okkar. Við vorum síðan fljótir að ná samkomulagi við Roskilde og því ljóst að hann verður leikmaður okkar á ný. Við höfum lagt mikið í liðið okkar í vetur og ljóst að það verður alvöru samkeppni um markmannsstöðuna eins og aðrar stöður í liðinu.,“ segir Björn Steinar. Björn vonast samt til þess að Ögmundur verði hluti af samkeppninni um markmannsstöðuna en ómögulegt sé að segja til um á þessari stundu hvernig það muni þróast.
Besta deild karla Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Sjá meira