Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar 28. apríl 2025 07:00 Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf. Töluvert var fjallað um mál Sólons í fjölmiðlum, einkum eftir að kæra var lögð fram á hendur honum látnum, þrátt fyrir að lög geri ekki ráð fyrir að hægt sé að kæra látinn einstakling, hvað þá að lögregla taki slíka kæru til meðferðar. Sólon var ekki kærður í lifanda lífi. Hann hafði starfað sem flugmaður hjá Icelandair í sex ár og átti flekklausan feril að baki. Árið 2023 átti hann í stuttu ástarsambandi við flugfreyju hjá sama fyrirtæki. Fljótlega eftir sambandsslitin varð hann var við að vera á milli tannanna hjá samstarfsfólki sínu. Umtalið magnaðist hratt og fljótlega fékk hann að heyra ýmsar sögur um sig. Ástandið stigmagnaðist og umtalið breyttist fljótt í hreinar lygar sem snerust um það að hann hefði beitt sína fyrrverandi andlegu ofbeldi. Það rann upp fyrir honum að hún væri komin í einhvers konar herferð gegn mannorði hans innan veggja vinnustaðarins. Slæma umtalið hélt áfram innan fyrirtækisins en með tímanum fór það stigmagnandi og varð grófara. Á endanum leitaði hann til mannauðsdeildar Icelandair og kvartaði undan einelti á vinnustað. Athafnaleysi Icelandair Sólon sat marga langa fundi með starfsmönnum mannauðsdeildar en niðurstaðan var lítil sem engin. Hann benti á að meðferð mannauðsdeildarinnar væri ófullnægjandi enda væri verið að senda þau skilaboð að eineltið ætti rétt á sér. Svörin voru á þá leið að það væri ekki og gæti ekki verið í verkahring fyrirtækisins að þagga niður í aðila sem hefði upplifað andlegt ofbeldi, jafnvel þótt upplifun viðkomandi væri röng. Lausn Icelandair var fólgin í að veita Sólon sálfræðiaðstoð til þess að takast á við afleiðingar eineltisins. Enn fremur fékk hann boð um að fljúga ekki framvegis með þeim sem voru að leggja hann í einelti og hvattur til þess að standa þetta af sér. Þá var Sólon einnig hvattur til þess að sýna á sér góðar hliðar í vinnunni til þess að koma í veg fyrir eineltið. Var þannig ábyrgðin á eineltinu og hinu slæma umtali alfarið lögð á Sólon sem gat enga björg sér veitt gegn frekara einelti á vinnustaðnum. Rétt þykir að árétta að um ræðir ástand sem hafði verið viðvarandi í sex mánuði og var til komið vegna eineltis sem Sólon mátti þola af hálfu vinnufélaga, ástands sem hann bar ekki og gat ekki verið látinn bera ábyrgð á. Látinn segja upp, að öðrum kosti yrði honum sagt upp Síðla ágústmánaðar sama ár er Sólon boðaður á fund með yfirflugstjóra Icelandair, með nokkra klukkutíma fyrirvara. Á fundinum var honum tilkynnt að komin væri fram mjög alvarleg kvörtun á hendur honum og Icelandair væri ekki stætt á að hafa hann lengur í vinnu. Honum voru settir þeir afarkostir að segja sjálfur upp eða að honum yrði sagt upp störfum. Á fundinum óskaði Sólon eftir upplýsingum um hvers eðlis þessi kvörtun væri og hverjum hún tengdist en fékk engin svör og engar upplýsingar um málið. Fundurinn stóð í um tuttugu mínútur og var mjög einhliða og Sóloni ekki gefið tækifæri á að tjá sig með nokkrum hætti. Starfsmenn Icelandair ítrekuðu við Sólon að myndi hann ekki segja sjálfur upp, myndi það hafa mjög slæma niðurstöðu í för með sér, hvað varðar mannorð hans og möguleika á að starfa hjá öðru flugfélagi. Fulltrúi Sólons sat með honum á fundinum og spurði hvort ekki væri hægt að veita honum áminningu eða leysa hann frá störfum tímabundið á meðan málið væri í rannsókn, þeirri spurningu var ekki svarað. Daginn eftir sendir Sólon uppsögn sína á yfirflugstjóra Icelandair. Tveimur dögum síðar var hann látinn. Óhætt er að fullyrða að Icelandair hafi ekki staðið sig í stykkinu við meðferð eineltiskvörtunar Sólons heitins Guðmundssonar. Sólon fór með málið í viðeigandi og rétt ferli innan fyrirtækisins. Hann leitaði til mannauðsdeildar Icelandair, sýndi mikinn samstarfsvilja og vilja til þess að leysa málið, sat langa fundi með mannauðsdeildinni, sagði satt og rétt frá og studdi frásögn sína með gögnum. Lausn Icelandair fól ekki í sér að koma í veg fyrir frekara einelti eða umtal í garð Sólons, þrátt fyrir að gerendurnir hefðu gengist við baktalinu. Þess í stað var Sóloni bent á að leggja enn meira á sig til að sýna góða hegðun og standa málið af sér. Aðgerðarleysi fyrirtækisins gerði aðstæðurnar enn verri og fór eineltið versnandi með degi hverjum. Látinn halda áfram að fljúga þrátt fyrir andleg veikindi Það sem vekur alveg sérstaklega athygli er að ekki á neinum tímapunkti sá félagið sér fært að grípa inn í aðstæður og setja Sólon í tímabundið leyfi. Sér í lagi þegar augljóst þykir að Icelandair var meðvitað um hve mikilli vanlíðan eineltið olli Sóloni. Sólon sjálfur lýsti líðan sinni á fundum með mannauðsdeild Icelandair. Að auki hafði heilbrigðisstarfsmaður, sem var Sóloni innan handar í málinu, gert mannauðsdeildinni nánari grein fyrir líðan Sólons og hæfni hans til þess að sinna störfum. Kom þar fram að hann var m.a. að glíma við svefnleysi og stuttan kveikiþráð gagnvart hlutum sem höfðu ekkert með málið að gera. Hann hafði þörf fyrir útrás og taugakerfi hans var í lamasessi. Þrátt fyrir andleg veikindi hans voru þau aldrei tilkynnt innan félagsins og Sólon var ekki settur í tímabundið leyfi frá störfum á grundvelli andlegra veikinda. Þess í stað var Sólon látinn vinna sem fól í sér ábyrgð á lífi og heilsu hundraða einstaklinga sem um borð voru í vélunum sem hann flaug. Í kjölfar andláts Sólons hófu íslenskir fjölmiðlar umfjöllun um málið. Mikið var rætt um málið á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar hélt eineltið áfram, þar sem starfsmenn Icelandair annað hvort líkuðu við stöðufærslu um að Sólon hafi verið ofbeldismaður, eða settu fram fullyrðingar þess efnis. Umræddar færslur varpa ljósi á þá sorglegu og siðlausu staðreynd að eineltið sem Sólon mátti þola af hálfu samstarfsfólks síns hjá Icelandair, sem síðar leiddi til þess að hann svipti sig lífi, virðist ekki hafa hætt við andlát hans. Eftir fráfall Sólons var kæra send til lögreglu um meint ofbeldi hans í garð ónafngreindrar konu. Enn þann dag í dag hefur efni ásakana ekki verið gert kunnugt né heldur hver það er sem bar hann sökum. Fjölskylda Sólons hefur komið að lokuðum dyrum Allt frá andláti Sólons hafa foreldrar hans reynt að afla upplýsinga um þær ásakanir sem bornar voru á hendur honum. Icelandair hefur neitað að afhenda gögn er snúa að eineltiskvörtun Sólons og uppsögn hans, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til þess. Einnig hafa þau óskað eftir gögnum hjá lögreglu vegna kæru á hendur honum sem lögð var fram eftir andlát hans, en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þau hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum og hefur þeim verið synjað um upplýsingar um málefni látins sonar síns með vísan til laga og reglna um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Foreldrar Sólons telja að löggjafinn verði að lagfæra lög og reglur, þannig að lögin tryggi að nánustu aðstandendur fái aðgang að persónuupplýsingum látins einstaklings. Jafnframt telja þau að hafa þurfi skýrari reglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga látinna einstaklinga. Það hefur reynst þeim afar þungbært að horfa upp á opinbera umfjöllun um son þeirra og ásakanir í hans garð, á sama tíma og þeim hefur verið meinaður aðgangur að öllum upplýsingum um hann og hans málefni. Brotalamir í kerfinu hafa verið til þess fallnar að þau upplifa sig algjörlega ráðalaus og án nokkurra úrræða til þess að halda uppi vörnum fyrir Sólon. Samantekt Grein þessi er skrifuð m.t.t. gagna sem foreldrar Sólons hafa undir höndum, gagna sem komu frá Sóloni sjálfum. Þau lýsa samskiptum Sólons við fyrrverandi kærustu sína, samskiptum við starfsmenn mannauðsdeildar Icelandair og fleiri sem að málinu komu. Af gögnum málsins er ljóst að ekki var rétt brugðist við kvörtun Sólons undan eineltinu á vinnustað hans. Hans sjónarmið voru virt að vettugi og brást Icelandair ekki við eineltinu á viðeigandi hátt og lagði ábyrgðina á fórnarlambið í stað þess að takast á við rót vandans. Þá liggur ljóst fyrir að Sóloni var stillt upp við vegg þegar kom að uppsögn hans. Hann fékk engar upplýsingar um þær alvarlegu ásakanir sem á hann voru bornar, um hvað þær snerust og hver bæri þær upp, auk þess sem honum var meinað að tjá sig um málið. Á Icelandair hvílir sú skylda að fara eftir ákveðnum verklagsreglum þegar kemur að uppsögn flugmanna hjá félaginu. Svo virðist sem félagið hafi ekki fylgt þeim og ekki rannsakað málið áður en ákvörðun var tekin um að segja honum upp. Að sama skapi gætti Icelandair ekki meðalhófs í aðgerðum sínum gegn Sóloni. Mál Sólons sýnir hversu alvarlegar afleiðingar einelti og vanræksla atvinnurekanda getur haft. Eftir fráfall Sólons hefur engin fullnægjandi rannsókn eða leiðrétting átt sér stað og fjölskyldan situr eftir með sárt ennið. Icelandair hefur ekki komið til móts við fjölskylduna að neinu leyti. Mál Sólons undirstrikar mikilvægi þess að vinna gegn einelti á vinnustöðum og tryggja að fyrirtæki taki ábyrgð á því að veita starfsfólki öruggt vinnuumhverfi. Höfundur er lögmaður aðstandenda Sólons heitins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Icelandair Mest lesið Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Yfir margra mánaða tímabil mátti Sólon Guðmundsson heitinn þola gróft og kerfisbundið einelti af hálfu samstarfsfélaga á vinnustað sínum Icelandair, sem og á vinnutengdum viðburðum. Að endingu gaf andleg heilsa sig sem endaði með því að Sólon tók sitt eigið líf. Töluvert var fjallað um mál Sólons í fjölmiðlum, einkum eftir að kæra var lögð fram á hendur honum látnum, þrátt fyrir að lög geri ekki ráð fyrir að hægt sé að kæra látinn einstakling, hvað þá að lögregla taki slíka kæru til meðferðar. Sólon var ekki kærður í lifanda lífi. Hann hafði starfað sem flugmaður hjá Icelandair í sex ár og átti flekklausan feril að baki. Árið 2023 átti hann í stuttu ástarsambandi við flugfreyju hjá sama fyrirtæki. Fljótlega eftir sambandsslitin varð hann var við að vera á milli tannanna hjá samstarfsfólki sínu. Umtalið magnaðist hratt og fljótlega fékk hann að heyra ýmsar sögur um sig. Ástandið stigmagnaðist og umtalið breyttist fljótt í hreinar lygar sem snerust um það að hann hefði beitt sína fyrrverandi andlegu ofbeldi. Það rann upp fyrir honum að hún væri komin í einhvers konar herferð gegn mannorði hans innan veggja vinnustaðarins. Slæma umtalið hélt áfram innan fyrirtækisins en með tímanum fór það stigmagnandi og varð grófara. Á endanum leitaði hann til mannauðsdeildar Icelandair og kvartaði undan einelti á vinnustað. Athafnaleysi Icelandair Sólon sat marga langa fundi með starfsmönnum mannauðsdeildar en niðurstaðan var lítil sem engin. Hann benti á að meðferð mannauðsdeildarinnar væri ófullnægjandi enda væri verið að senda þau skilaboð að eineltið ætti rétt á sér. Svörin voru á þá leið að það væri ekki og gæti ekki verið í verkahring fyrirtækisins að þagga niður í aðila sem hefði upplifað andlegt ofbeldi, jafnvel þótt upplifun viðkomandi væri röng. Lausn Icelandair var fólgin í að veita Sólon sálfræðiaðstoð til þess að takast á við afleiðingar eineltisins. Enn fremur fékk hann boð um að fljúga ekki framvegis með þeim sem voru að leggja hann í einelti og hvattur til þess að standa þetta af sér. Þá var Sólon einnig hvattur til þess að sýna á sér góðar hliðar í vinnunni til þess að koma í veg fyrir eineltið. Var þannig ábyrgðin á eineltinu og hinu slæma umtali alfarið lögð á Sólon sem gat enga björg sér veitt gegn frekara einelti á vinnustaðnum. Rétt þykir að árétta að um ræðir ástand sem hafði verið viðvarandi í sex mánuði og var til komið vegna eineltis sem Sólon mátti þola af hálfu vinnufélaga, ástands sem hann bar ekki og gat ekki verið látinn bera ábyrgð á. Látinn segja upp, að öðrum kosti yrði honum sagt upp Síðla ágústmánaðar sama ár er Sólon boðaður á fund með yfirflugstjóra Icelandair, með nokkra klukkutíma fyrirvara. Á fundinum var honum tilkynnt að komin væri fram mjög alvarleg kvörtun á hendur honum og Icelandair væri ekki stætt á að hafa hann lengur í vinnu. Honum voru settir þeir afarkostir að segja sjálfur upp eða að honum yrði sagt upp störfum. Á fundinum óskaði Sólon eftir upplýsingum um hvers eðlis þessi kvörtun væri og hverjum hún tengdist en fékk engin svör og engar upplýsingar um málið. Fundurinn stóð í um tuttugu mínútur og var mjög einhliða og Sóloni ekki gefið tækifæri á að tjá sig með nokkrum hætti. Starfsmenn Icelandair ítrekuðu við Sólon að myndi hann ekki segja sjálfur upp, myndi það hafa mjög slæma niðurstöðu í för með sér, hvað varðar mannorð hans og möguleika á að starfa hjá öðru flugfélagi. Fulltrúi Sólons sat með honum á fundinum og spurði hvort ekki væri hægt að veita honum áminningu eða leysa hann frá störfum tímabundið á meðan málið væri í rannsókn, þeirri spurningu var ekki svarað. Daginn eftir sendir Sólon uppsögn sína á yfirflugstjóra Icelandair. Tveimur dögum síðar var hann látinn. Óhætt er að fullyrða að Icelandair hafi ekki staðið sig í stykkinu við meðferð eineltiskvörtunar Sólons heitins Guðmundssonar. Sólon fór með málið í viðeigandi og rétt ferli innan fyrirtækisins. Hann leitaði til mannauðsdeildar Icelandair, sýndi mikinn samstarfsvilja og vilja til þess að leysa málið, sat langa fundi með mannauðsdeildinni, sagði satt og rétt frá og studdi frásögn sína með gögnum. Lausn Icelandair fól ekki í sér að koma í veg fyrir frekara einelti eða umtal í garð Sólons, þrátt fyrir að gerendurnir hefðu gengist við baktalinu. Þess í stað var Sóloni bent á að leggja enn meira á sig til að sýna góða hegðun og standa málið af sér. Aðgerðarleysi fyrirtækisins gerði aðstæðurnar enn verri og fór eineltið versnandi með degi hverjum. Látinn halda áfram að fljúga þrátt fyrir andleg veikindi Það sem vekur alveg sérstaklega athygli er að ekki á neinum tímapunkti sá félagið sér fært að grípa inn í aðstæður og setja Sólon í tímabundið leyfi. Sér í lagi þegar augljóst þykir að Icelandair var meðvitað um hve mikilli vanlíðan eineltið olli Sóloni. Sólon sjálfur lýsti líðan sinni á fundum með mannauðsdeild Icelandair. Að auki hafði heilbrigðisstarfsmaður, sem var Sóloni innan handar í málinu, gert mannauðsdeildinni nánari grein fyrir líðan Sólons og hæfni hans til þess að sinna störfum. Kom þar fram að hann var m.a. að glíma við svefnleysi og stuttan kveikiþráð gagnvart hlutum sem höfðu ekkert með málið að gera. Hann hafði þörf fyrir útrás og taugakerfi hans var í lamasessi. Þrátt fyrir andleg veikindi hans voru þau aldrei tilkynnt innan félagsins og Sólon var ekki settur í tímabundið leyfi frá störfum á grundvelli andlegra veikinda. Þess í stað var Sólon látinn vinna sem fól í sér ábyrgð á lífi og heilsu hundraða einstaklinga sem um borð voru í vélunum sem hann flaug. Í kjölfar andláts Sólons hófu íslenskir fjölmiðlar umfjöllun um málið. Mikið var rætt um málið á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar hélt eineltið áfram, þar sem starfsmenn Icelandair annað hvort líkuðu við stöðufærslu um að Sólon hafi verið ofbeldismaður, eða settu fram fullyrðingar þess efnis. Umræddar færslur varpa ljósi á þá sorglegu og siðlausu staðreynd að eineltið sem Sólon mátti þola af hálfu samstarfsfólks síns hjá Icelandair, sem síðar leiddi til þess að hann svipti sig lífi, virðist ekki hafa hætt við andlát hans. Eftir fráfall Sólons var kæra send til lögreglu um meint ofbeldi hans í garð ónafngreindrar konu. Enn þann dag í dag hefur efni ásakana ekki verið gert kunnugt né heldur hver það er sem bar hann sökum. Fjölskylda Sólons hefur komið að lokuðum dyrum Allt frá andláti Sólons hafa foreldrar hans reynt að afla upplýsinga um þær ásakanir sem bornar voru á hendur honum. Icelandair hefur neitað að afhenda gögn er snúa að eineltiskvörtun Sólons og uppsögn hans, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til þess. Einnig hafa þau óskað eftir gögnum hjá lögreglu vegna kæru á hendur honum sem lögð var fram eftir andlát hans, en hafa ekki haft erindi sem erfiði. Þau hafa alls staðar komið að lokuðum dyrum og hefur þeim verið synjað um upplýsingar um málefni látins sonar síns með vísan til laga og reglna um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Foreldrar Sólons telja að löggjafinn verði að lagfæra lög og reglur, þannig að lögin tryggi að nánustu aðstandendur fái aðgang að persónuupplýsingum látins einstaklings. Jafnframt telja þau að hafa þurfi skýrari reglur um meðferð og vinnslu persónuupplýsinga látinna einstaklinga. Það hefur reynst þeim afar þungbært að horfa upp á opinbera umfjöllun um son þeirra og ásakanir í hans garð, á sama tíma og þeim hefur verið meinaður aðgangur að öllum upplýsingum um hann og hans málefni. Brotalamir í kerfinu hafa verið til þess fallnar að þau upplifa sig algjörlega ráðalaus og án nokkurra úrræða til þess að halda uppi vörnum fyrir Sólon. Samantekt Grein þessi er skrifuð m.t.t. gagna sem foreldrar Sólons hafa undir höndum, gagna sem komu frá Sóloni sjálfum. Þau lýsa samskiptum Sólons við fyrrverandi kærustu sína, samskiptum við starfsmenn mannauðsdeildar Icelandair og fleiri sem að málinu komu. Af gögnum málsins er ljóst að ekki var rétt brugðist við kvörtun Sólons undan eineltinu á vinnustað hans. Hans sjónarmið voru virt að vettugi og brást Icelandair ekki við eineltinu á viðeigandi hátt og lagði ábyrgðina á fórnarlambið í stað þess að takast á við rót vandans. Þá liggur ljóst fyrir að Sóloni var stillt upp við vegg þegar kom að uppsögn hans. Hann fékk engar upplýsingar um þær alvarlegu ásakanir sem á hann voru bornar, um hvað þær snerust og hver bæri þær upp, auk þess sem honum var meinað að tjá sig um málið. Á Icelandair hvílir sú skylda að fara eftir ákveðnum verklagsreglum þegar kemur að uppsögn flugmanna hjá félaginu. Svo virðist sem félagið hafi ekki fylgt þeim og ekki rannsakað málið áður en ákvörðun var tekin um að segja honum upp. Að sama skapi gætti Icelandair ekki meðalhófs í aðgerðum sínum gegn Sóloni. Mál Sólons sýnir hversu alvarlegar afleiðingar einelti og vanræksla atvinnurekanda getur haft. Eftir fráfall Sólons hefur engin fullnægjandi rannsókn eða leiðrétting átt sér stað og fjölskyldan situr eftir með sárt ennið. Icelandair hefur ekki komið til móts við fjölskylduna að neinu leyti. Mál Sólons undirstrikar mikilvægi þess að vinna gegn einelti á vinnustöðum og tryggja að fyrirtæki taki ábyrgð á því að veita starfsfólki öruggt vinnuumhverfi. Höfundur er lögmaður aðstandenda Sólons heitins.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun