Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 25. apríl 2025 14:16 Magnús Ragnarsson sækist eftir því að verða næsti forseti ÍSÍ. Magnús Ragnarsson, formaður Tennissambands Íslands, hefur nú bæst í hóp þeirra sem sækjast eftir því að verða næsti forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Frestur til að skila inn framboði rennur út síðdegis í dag en auk Magnúsar hafa þau Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir, Brynjar Karl Sigurðsson og Valdimar Leó Friðriksson lýst yfir áhuga á að leiða íslenska íþróttahreyfingu, eftir að Lárus Blöndal tilkynnti að hann myndi ekki sitja áfram. Kosið verður um nýjan forseta eftir þrjár vikur, á Íþróttaþingi þar sem aðilar ÍSÍ, það er að segja sérsamböndin og héraðssambönd/íþróttabandalög, eiga fulltrúa. Býður sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar Magnús, sem hætti sem framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum í fyrra, tilkynnti um framboð sitt á Facebook í dag. Þar kveðst hann fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ heldur bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar, eins og hann orðar það sjálfur. Allt sitt líf hafi hann verið virkur þátttakandi í fleiri en einu sérsambandi en frá árinu 2023 verið formaður Tennissambandsins og þekki því vel þær áskoranir sem fylgi starfi sem byggt sé á sjálfboðavinnu. Þá nefnir Magnús reynslu sína af viðskiptahlið íþróttanna, eftir að hafa rekið íþróttarásina Síminn Sport í nær áratug, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Latabæjar og stofnað ásamt félögum sínum hjólreiðakeppnina vinsælu Wow Cyclothon. Vill einfalda skipulag og verja tekjur frá Íslenskri getspá Magnús kallar meðal annars eftir einföldun skipulags íþróttahreyfingarinnar og að komið verði á fót sérstakri efnismiðstöð sem haldi utan um stafrænt efni sérsambandanna. Meðal annarra rekstrarverkefna er að ljúka hratt sjálfvirknivæðingu skýrsluskila og auka flæði upplýsinga til iðkenda og aðstandenda, skrifar Magnús. Þá segir hann að tala þurfi hátt og snjallt við stjórnvöld um fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og að þar eigi að vera í algjörum forgangi að verja og efla tekjustofninn í Íslenskri getspá, og binda endi á að milljarðar renni til erlendra veðmálafyrirtækja. Einnig að fá þurfi fast land undir fætur í skattamálum. Tilkynningu Magnúsar má lesa í heild hér að neðan. Kæru vinir, Ég hef skilað inn framboði til embættis forseta ÍSÍ á komandi Íþróttaþingi. Íþróttahreyfingin sinnir sífellt stærra hlutverki sem ein af meginstoðum samfélags okkar , kennir börnunum okkar að árangur fylgi ástundun og að glíma þarf bæði við tap og sigur á lífsins leið. Ég tala af reynslu þegar ég segi að íþróttir veittu sonum mínum ekki síður innblástur en skólakerfið þegar þeir voru að vaxa úr grasi og þar fundu þeir margar sínar mikilvægustu fyrirmyndir. Ég er fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og býð mig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. Allt mitt líf hef ég verið virkur þátttakandi í fleiri en einu sérsambandi, hlaupið, synt, hjólað, tekið þátt í þríþraut og spilað bæði golf og tennis. Síðan 2023 hef ég verið formaður Tennissambandsins og þekki því vel þær áskoranir sem fylgja starfi sem byggt er á sjálfboðavinnu. Frá aldamótum hef ég starfað við viðskiptahlið íþróttanna. Þar hef ég mikla reynslu af kaupum og sölu á sjónvarpsrétti eftir að hafa rekið íþróttarásina Síminn Sport í nær áratug. Eitt af verkum mínum á þeim vettvangi var að skapa Handboltapassann í samvinnu við HSÍ til að tryggja þeim tekjur til framtíðar. Ásamt félaga mínum stofnaði ég og átti hjólreiðakeppnina Wow Cyclothon sem varð fljótt stærsta hjólreiðakeppni landsins og var ávallt rekin með hagnaði. Að auki var ég framkvæmdastjóri Latabæjar á blómaskeiði þess ævintýris. Aðaltilgangur ÍSÍ er að þjónusta grasrótina og framundan eru spennandi verkefni. Skipulag íþróttahreyfingarinnar er sögulega flókið og kallar á einföldun sem einungis verður unnin í góðri samvinnu við ungmennafélögin og héraðssamböndin. Ég þekki vel til fjármögnunar í gegnum fjárlagagerð eftir að hafa verið aðstoðarmaður ráðherra íþróttamála og veit að slík einföldun getur gagnast öllum. Vöruþróun þarf að halda áfram af fullum krafti því þótt stafrænni umbreytingu fylgi vissulega áskoranir þá býður hún uppá ótal tækifæri. Eitt af því sem mig langar að verði skoðað strax er að reka sameiginlegt „media hub“ til að halda utan um allt það stafræna efni sem verður til innan sérsambandanna en tínist jafnóðum á hörðum diskum og minnislyklum hist og her. Slík þjónusta myndi eyða mörgum höfuðverknum. Meðal annarra rekstrarverkefna er að ljúka hratt sjálfvirknivæðingu skýrsluskila og auka flæði upplýsinga til iðkenda og aðstandenda. Við þurfum að tala hátt og snjallt við stjórnvöld um fjármögnun hreyfingarinnar. Þar á að vera í algerum forgangi að verja og efla okkar verðmæta tekjustofn í Íslenskri getspá og binda endi á að milljarðar renni til ólögmætra og óábyrgra félaga erlendis. Við þurfum líka að fá fast land undir fætur gagnvart skattinum sem allra fyrst þannig að sjálfboðaliðar hreyfingarinnar eigi aldrei á hættu að sæta refsiábyrgð. Ég hlakka til að eiga samtal við ykkur öll á næstu vikum. Hvernig sem kosningar fara mun ég síðan bjóða fram krafta mína til að vinna að stefnumótun sambandsins til næsta áratugar. ÍSÍ Tengdar fréttir Valdimar verður með í forsetaslagnum Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. 25. apríl 2025 10:25 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Frestur til að skila inn framboði rennur út síðdegis í dag en auk Magnúsar hafa þau Willum Þór Þórsson, Olga Bjarnadóttir, Brynjar Karl Sigurðsson og Valdimar Leó Friðriksson lýst yfir áhuga á að leiða íslenska íþróttahreyfingu, eftir að Lárus Blöndal tilkynnti að hann myndi ekki sitja áfram. Kosið verður um nýjan forseta eftir þrjár vikur, á Íþróttaþingi þar sem aðilar ÍSÍ, það er að segja sérsamböndin og héraðssambönd/íþróttabandalög, eiga fulltrúa. Býður sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar Magnús, sem hætti sem framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum í fyrra, tilkynnti um framboð sitt á Facebook í dag. Þar kveðst hann fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ heldur bjóða sig fram sem fulltrúi grasrótarinnar, eins og hann orðar það sjálfur. Allt sitt líf hafi hann verið virkur þátttakandi í fleiri en einu sérsambandi en frá árinu 2023 verið formaður Tennissambandsins og þekki því vel þær áskoranir sem fylgi starfi sem byggt sé á sjálfboðavinnu. Þá nefnir Magnús reynslu sína af viðskiptahlið íþróttanna, eftir að hafa rekið íþróttarásina Síminn Sport í nær áratug, auk þess að hafa verið framkvæmdastjóri Latabæjar og stofnað ásamt félögum sínum hjólreiðakeppnina vinsælu Wow Cyclothon. Vill einfalda skipulag og verja tekjur frá Íslenskri getspá Magnús kallar meðal annars eftir einföldun skipulags íþróttahreyfingarinnar og að komið verði á fót sérstakri efnismiðstöð sem haldi utan um stafrænt efni sérsambandanna. Meðal annarra rekstrarverkefna er að ljúka hratt sjálfvirknivæðingu skýrsluskila og auka flæði upplýsinga til iðkenda og aðstandenda, skrifar Magnús. Þá segir hann að tala þurfi hátt og snjallt við stjórnvöld um fjármögnun íþróttahreyfingarinnar og að þar eigi að vera í algjörum forgangi að verja og efla tekjustofninn í Íslenskri getspá, og binda endi á að milljarðar renni til erlendra veðmálafyrirtækja. Einnig að fá þurfi fast land undir fætur í skattamálum. Tilkynningu Magnúsar má lesa í heild hér að neðan. Kæru vinir, Ég hef skilað inn framboði til embættis forseta ÍSÍ á komandi Íþróttaþingi. Íþróttahreyfingin sinnir sífellt stærra hlutverki sem ein af meginstoðum samfélags okkar , kennir börnunum okkar að árangur fylgi ástundun og að glíma þarf bæði við tap og sigur á lífsins leið. Ég tala af reynslu þegar ég segi að íþróttir veittu sonum mínum ekki síður innblástur en skólakerfið þegar þeir voru að vaxa úr grasi og þar fundu þeir margar sínar mikilvægustu fyrirmyndir. Ég er fjarri því að vera innvígður í efri lög ÍSÍ og býð mig fram sem fulltrúi grasrótarinnar. Allt mitt líf hef ég verið virkur þátttakandi í fleiri en einu sérsambandi, hlaupið, synt, hjólað, tekið þátt í þríþraut og spilað bæði golf og tennis. Síðan 2023 hef ég verið formaður Tennissambandsins og þekki því vel þær áskoranir sem fylgja starfi sem byggt er á sjálfboðavinnu. Frá aldamótum hef ég starfað við viðskiptahlið íþróttanna. Þar hef ég mikla reynslu af kaupum og sölu á sjónvarpsrétti eftir að hafa rekið íþróttarásina Síminn Sport í nær áratug. Eitt af verkum mínum á þeim vettvangi var að skapa Handboltapassann í samvinnu við HSÍ til að tryggja þeim tekjur til framtíðar. Ásamt félaga mínum stofnaði ég og átti hjólreiðakeppnina Wow Cyclothon sem varð fljótt stærsta hjólreiðakeppni landsins og var ávallt rekin með hagnaði. Að auki var ég framkvæmdastjóri Latabæjar á blómaskeiði þess ævintýris. Aðaltilgangur ÍSÍ er að þjónusta grasrótina og framundan eru spennandi verkefni. Skipulag íþróttahreyfingarinnar er sögulega flókið og kallar á einföldun sem einungis verður unnin í góðri samvinnu við ungmennafélögin og héraðssamböndin. Ég þekki vel til fjármögnunar í gegnum fjárlagagerð eftir að hafa verið aðstoðarmaður ráðherra íþróttamála og veit að slík einföldun getur gagnast öllum. Vöruþróun þarf að halda áfram af fullum krafti því þótt stafrænni umbreytingu fylgi vissulega áskoranir þá býður hún uppá ótal tækifæri. Eitt af því sem mig langar að verði skoðað strax er að reka sameiginlegt „media hub“ til að halda utan um allt það stafræna efni sem verður til innan sérsambandanna en tínist jafnóðum á hörðum diskum og minnislyklum hist og her. Slík þjónusta myndi eyða mörgum höfuðverknum. Meðal annarra rekstrarverkefna er að ljúka hratt sjálfvirknivæðingu skýrsluskila og auka flæði upplýsinga til iðkenda og aðstandenda. Við þurfum að tala hátt og snjallt við stjórnvöld um fjármögnun hreyfingarinnar. Þar á að vera í algerum forgangi að verja og efla okkar verðmæta tekjustofn í Íslenskri getspá og binda endi á að milljarðar renni til ólögmætra og óábyrgra félaga erlendis. Við þurfum líka að fá fast land undir fætur gagnvart skattinum sem allra fyrst þannig að sjálfboðaliðar hreyfingarinnar eigi aldrei á hættu að sæta refsiábyrgð. Ég hlakka til að eiga samtal við ykkur öll á næstu vikum. Hvernig sem kosningar fara mun ég síðan bjóða fram krafta mína til að vinna að stefnumótun sambandsins til næsta áratugar.
ÍSÍ Tengdar fréttir Valdimar verður með í forsetaslagnum Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. 25. apríl 2025 10:25 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04 Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31 Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Valdimar verður með í forsetaslagnum Valdimar Leó Friðriksson, stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, hefur tilkynnt framboð til forseta ÍSÍ. 25. apríl 2025 10:25
„Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Brynjar Karl Sigurðsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ÍSÍ. Það gerir hann eftir langa baráttu við ríkjandi öfl og núverandi valdhafa, sem Brynjar líkir við mafíustarfsemi. Hann fór yfir sín helstu áherslu- og stefnumál í viðtali sem var tekið fyrr í dag og má finna í heild sinni hér fyrir neðan. 19. apríl 2025 19:04
Olga ætlar ekki í slag við Willum Olga Bjarnadóttir tilkynnti framboð til embættis forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem hún hefur sinnt stjórnarstörfum hjá síðan 2019, aðallega á afrekssviðinu. Hún kveðst mjög ólík mótframbjóðanda sínum, Willum Þór Þórssyni, en lítur ekki á framboð þeirra tveggja sem slag. Hún hefur heldur ekki trú á öðru en að fleiri eigi eftir að bjóða sig fram. 17. apríl 2025 08:31
Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Willum Þór Þórsson sækist eftir forsetaembætti ÍSÍ í vor. Hann segir ljóst að þörf sé á meira fjármagni frá ríkinu til þessa stærstu félagasamtaka landsins, bæði í starfsemi þeirra sem og innviðauppbyggingu. 29. mars 2025 08:02