Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 15:42 Stevie Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjastjórnar, (t.v.) tekur í höndina á Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í dag. Witkoff hefur endurómað réttlætingar Rússa fyrir innrás þeirra í Úkraínu á undanförnum vikum. Vísir/EPA Umtalsverður munur er á tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og Evrópuríkja og Úkraínu hins vegar að friðarsamkomulagi við Rússland. Tillögur Bandaríkjastjórnar virðast láta meira undan Rússum og vera óljósari um tryggingar fyrir vörnum Úkraínu og hver skuli bæta tjón landsins af innrásinni. Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Bandaríkjastjórn hefur hótað því að hætta að skipta sér af friðarumleitunum í Úkraínu ef stríðandi fylkingar samþykkja ekki tillögur hennar að friði. Bandaríkjaforseti er talinn vilja binda snöggan enda á stríðið í samræmi við digurbarkaleg loforð í kosningabaráttu sinni. Í þeirri viðleitni hafa fulltrúar Bandaríkjastjórnar átt nokkra fundi með stjórnvöldum í Kreml, nú síðast í dag þegar sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta hitti Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu. Evrópuríki og Úkraína hafa ekki átt eins greiða leið að borðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segist hafa séð drög að tillögum Bandaríkjastjórnar annars vegar og hins vegar þeim sem fulltrúar Úkraínu og Evrópuríkja ræddu á fundi í London fyrr í þessari viku. Töluvert ber á milli þessara tillagna. Vilja gefa Rússum hernumin svæði Rússar hafa nú um fimmtung Úkraínu á sínu valdi. Í tillögu Bandaríkjastjórnar er gert ráð fyrir að Bandaríkin viðurkenni yfirráð Rússa yfir Krímskaga, sem þeir immlimuðu ólöglega árið 2014 og hafa sætt refsiaðgerðum fyrir, en einnig í reynd yfir þeim landsvæðum í austan- og sunnanverðri Úkraínu sem Rússar hersetja nú, þar á meðal Luhansk, Donetsk, Saporidsja og Kherson. Evrópsk-úkraínska tillagan gerir hins vegar ekki ráð fyrir að Úkraínumenn gefa eftir neitt landsvæði fyrr en mögulega eftir að samið verður um vopnahlé. Ekkert er talaða um að rússnesk yfirráð yfir úkraínsku landssvæði verði viðurkennd. Leggja til að Úkraína fái jafngildi 5. greinar NATO-sáttmálans Tillaga Evrópuríkja og Úkraínumanna um hvernig varnir Úkraínu verða tryggðar eftir að samið verður um frið gengur mun lengra en sú bandaríska. Lagt er upp með að engar takmarkanir verði settar á úkraínska herinn eða á að bandamenn Úkraínu sendi hermenn þangað. Úkraína fengi einnig tryggingu, meðal annars frá Bandaríkjunum, að bandamenn hennar kæmu henni til varnar, sambærilegri við fimmtu grein stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins sem skilgreinir árás á eitt aðildarríki sem árás á þau öll. Bandaríkjastjórn talar hins vegar aðeins um „öflugar öryggistryggingar“ í samstarfi við evrópska bandamenn og fleiri vinveitt ríki. Úkraínu verði ekki gefinn kostur á að ganga í Atlantshafsbandalagið. Vilja fá börnin heim Hvað varðar stríðsbætur fyrir Úkraínu segir aðeins í tillögu Bandaríkjastjórnar að landinu verði bætt tjónið en ekkert um hver komi til með að gera það. Í drögum Evrópuríkja og Úkraínumanna kemur skýrt fram að rússneskar eignir erlendis sem voru frysta eftir að innrásin hófst verði notaðar til þess að bæta tjónið sem innrásin hefur valdið. Varðandi refsiaðgerðir á Rússland leggur Bandaríkjastjórn til að þeim verði aflétt með friðarsamkomulagi. Gagntillaga evrópsku bandamannanna segir hins vegar að hægt verði að létta á refsiaðgerðunum í áföngum eftir að friður næst. Ekkert er minnst á stríðsfanga eða þau úkraínsku börn sem Rússar hafa numið á brott frá upphafi innrásarinnar í bandarísku drögunum. Í þeim evrópsku er gert ráð fyrir að Rússar skili börnunum og að ríki tvö skiptist á öllum stríðsföngum.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Evrópusambandið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent