Fótbolti

Tók Karó­línu Leu stundar­fjórðung að komast á blað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Karólína Lea þurfti ekki margar mínútur til að komast á blað.
Karólína Lea þurfti ekki margar mínútur til að komast á blað. Gabor Baumgarten/Getty Images

Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þurfti aðeins fimmtán mínútur til að komast á blað í 3-1 útisigri Bayer Leverkusen á Potsdam í efstu deild þýska fótboltans.

Staðan var 2-0 fyrir Leverkusen þegar Karólína Lea kom inn af bekknum á 74. mínútu leiksins. Þá var heimaliðið einnig manni færri eftir að Maya Hahn fékk sitt annað gula spjald á 31. mínútu leiksins.

Karólína Lea var ekki lengi að láta að sér kveða en hún skoraði eftir undirbúning Juliu Mickenhagen þegar ein minúta var til loka venjulegs leiktíma. Potsdam minnkaði muninn í uppbótartíma, lokatölur 1-3.

Eftir sigurinn er Leverkusen í 4. sæti með 40 stig að loknum 20 leikjum, tveimur stigum minna en Wolfsburg í 2. sætinu sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×