Skoðun

SFS, Exit og norska leiðin þeirra

Jón Kaldal skrifar

Í tilefni af nýjustu sjónvarpsauglýsingu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þessari þar sem er varað við „norsku leiðinni“ og leikararnir úr Exit þáttunum fara með aðalhlutverkin. Henni verður ekki dreift hér en munum þetta:

SFS berst af öllum sínum vel fjármagnaða mikla mætti fyrir norsku leiðinni í sjókvíaeldi á laxi, sem er að eyðileggja firði Íslands og villta íslenska laxastofninn.

SFS flutti inn norsku tæknina, norska eldislaxinn, norsku forstjórana og alla ömurlegu ósiði þeirra og þessa norska iðnaðar sem níðist á íslenskri náttúru og eldisdýrunum sem þeir eiga að bera ábyrgð á. Sjá til dæmis mynd sem hér fylgir af helsærðum eldislaxi í Tálknafirði, en 1,7 milljón löxum sem litu svona út og var fargað haustið 2023.

Á hinni mynd má sjá norska froskkafara sem komu til landsins fyrir um átján mánuðum til að fjarlægja norska eldislaxa úr íslenskum ám eftir að þeir höfðu sloppið úr sjókvíum Arctic Fish sem er í eigu norska sjókvíaeldisrisans MOWI. Á myndinni eru Norðmennirnir með norska eldislaxa sem þeir fjarlægðu úr einum hyl Hrútafjarðarár sem rennur út í Húnaflóa.

Höfundur er talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, iwf.is




Skoðun

Skoðun

Skjárinn og börnin

Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Sjá meira


×