Fótbolti

Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson var allt í öllu í sigri Lille í frönsku deildinni í dag.
Hákon Arnar Haraldsson var allt í öllu í sigri Lille í frönsku deildinni í dag. Getty/Hesham Elsherif

Hákon Arnar Haraldsson átti mjög flottan leik í dag í góðum útisigri Lille í frönsku deildinni.

Lille vann á 2-0 sigur á útivelli á móti Angers en þessi þrjú stig komu Hákoni og félögum upp í annað sætið deildarinnar.

Þeir eiga þó enga möguleika á því að ná Paris Saint Germain sem er með 22 stiga forystu á toppnum.

Hákon lagði upp fyrsta markið og kom liðinu síðan í 2-0 í síðari hálfleiknum. Liðið lék manni færri síðustu 23 mínúturnar eftir að Bafodé Diakité fékk sitt annað gula spjald.

Alexsandro Ribeiro kom Lille í 1-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Hákoni.

Hákon skoraði síðan sjálfur eftir aðeins fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Chuba Akpom. Hákon skoraði með vinstri fótar skoti úr teignum.

Þetta var fimmta deildarmark Hákonar á tímabilinu en hann hefur einnig lagt upp þrjú mörk fyrir félaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×