Áætlun Trump gangi engan veginn upp Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 27. apríl 2025 17:50 Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði, segir áætlanir Trump geta leitt til kreppu. Vísir/Vilhelm Hagkerfið er byrjað að kólna og gæti stefnt í kreppu sem að mestu má rekja til breyttrar en óljósrar stefnu Bandaríkjastjórnar í efnahags- og tollamálum. Þetta segir Gylfi Magnússon, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann tekur þó skýrt fram að mjög erfitt sé spá fyrir um framhaldið á meðan forsendur liggja ekki skýrt fyrir og á meðan stefna Bandaríkjanna er jafn óljós og raun ber vitni. „Það þorir enginn að leggja í fjárfestingar til dæmis í að reisa verksmiðjur þegar það algjörlega óljóst á hvaða forsendum reksturinn mun starfa,“ segir Gylfi í viðtali í Sprengisandi. Nú þegar séu dæmu um að fyrirtæki haldi að sér höndum hvað varðar fjárfestingar og einnig íbúar Bandaríkjanna. „Bandaríkjamenn virðast vera draga úr útgjöldum sem að þeir geta frestað, til dæmis ferðalögum og öðru slíku. Þannig að þetta allt saman kælir hagkerfið og jafnvel gæti búið til einhvers konar kreppu,“ segir Gylfi í viðtali í Sprengisandi. Stefna Trump-stjórnarinnar hafi ekki bara sett alþjóðaviðskipti í uppnám, heldur einnig alþjóðafjármálakerfið. Vísbendingar séu um að þetta muni draga úr hagvexti og rýra lífskjör. Á meðan tollastríð er yfirvofandi, óvissa með bandarísk ríkisskuldabréf og Bandaríkjadalur að veikjast, hefur Trump boðað stórfelldar skattalækkanir. „Þessi áætlun gengur engan veginn upp. Hann talar um að fjármagna skattalækkanir með annars vegar niðurskurði og hins vegar tekjum af þessum tollum en tölurnar ganga einfaldlega ekki upp. Það er ekki nokkur leið til að afla nógu mikils fjár jafnvel þótt það sé mjög grófur niðurskurður í ríkisútgjöldum,“ segir Gylfi. Bandaríkin Fjármálamarkaðir Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Hann tekur þó skýrt fram að mjög erfitt sé spá fyrir um framhaldið á meðan forsendur liggja ekki skýrt fyrir og á meðan stefna Bandaríkjanna er jafn óljós og raun ber vitni. „Það þorir enginn að leggja í fjárfestingar til dæmis í að reisa verksmiðjur þegar það algjörlega óljóst á hvaða forsendum reksturinn mun starfa,“ segir Gylfi í viðtali í Sprengisandi. Nú þegar séu dæmu um að fyrirtæki haldi að sér höndum hvað varðar fjárfestingar og einnig íbúar Bandaríkjanna. „Bandaríkjamenn virðast vera draga úr útgjöldum sem að þeir geta frestað, til dæmis ferðalögum og öðru slíku. Þannig að þetta allt saman kælir hagkerfið og jafnvel gæti búið til einhvers konar kreppu,“ segir Gylfi í viðtali í Sprengisandi. Stefna Trump-stjórnarinnar hafi ekki bara sett alþjóðaviðskipti í uppnám, heldur einnig alþjóðafjármálakerfið. Vísbendingar séu um að þetta muni draga úr hagvexti og rýra lífskjör. Á meðan tollastríð er yfirvofandi, óvissa með bandarísk ríkisskuldabréf og Bandaríkjadalur að veikjast, hefur Trump boðað stórfelldar skattalækkanir. „Þessi áætlun gengur engan veginn upp. Hann talar um að fjármagna skattalækkanir með annars vegar niðurskurði og hins vegar tekjum af þessum tollum en tölurnar ganga einfaldlega ekki upp. Það er ekki nokkur leið til að afla nógu mikils fjár jafnvel þótt það sé mjög grófur niðurskurður í ríkisútgjöldum,“ segir Gylfi.
Bandaríkin Fjármálamarkaðir Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira