Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar 1. maí 2025 08:02 Umræðan um dánaraðstoð kallar óhjákvæmilega á djúpar og oft óþægilegar hugsanir um dauðann – ekki aðeins sem persónulega eða tilvistarlega upplifun heldur einnig sem raunverulegan og yfirvofandi atburð. Það er því skiljanlegt að margir upplifi óöryggi við að ræða dauðann. Ástæðurnar geta verið margar og haft margvíslegar rætur: Ótti og kvíði. Dauðinn er hið endanlega óþekkta. Fólk kann að óttast hvað taki við eða ferlið sjálft við að deyja, t.d. sársauka, stjórnleysi eða að verða öðrum háður. Fyrir marga vekur vitundin um eigin dauðleika kvíða sem þeir kjósa að forðast. Afneitun dauðans. Í vestrænum menningarsamfélögum er dauðinn tabú – eitthvað sem ekki ber að nefna, hvað þá ræða opinskátt – þrátt fyrir að vera óumflýjanlegur hluti lífsins. Afneitunin birtist í æskudýrkun og þeirri viðleitni að halda öldrun og dauðleika frá sjónum almennings. Öldrun er ekki lengur talin eðlilegur þáttur lífsins heldur skilgreind sem frávik sem læknisfræðin á að „laga“. Þannig sjúkdómsvæðist öldrun og verður hluti af menningarlegri tilraun til að fresta dauðanum og viðhalda blekkingu eilífrar æsku. Hjátrú og þöggun. Sumir trúa því að umræðan um dauðann geti kallað hann fram. Slík viðhorf gera hann ekki aðeins að tabúi heldur einnig að hjátrúarfullu og ógnvekjandi fyrirbæri. Aðrir forðast umræðuna til að halda í jákvæðnina og lifa í núinu. Þessi þöggun getur leitt til þess að mikilvæg málefni á borð við vilja fólks varðandi meðferð, lífsgæði og dánarstað fái ekki umræðu. Skortur á orðræðu eða verkfærum. Margir vita ekki hvernig eigi að tala um dauðann. Skortur á orðaforða, sjálfstrausti eða tilfinningalegum ramma getur staðið í vegi. Sjúkravæðing dauðans hefur fært hann af heimilinu og inn á stofnanir, þar sem hann er klínískur og fjarlægur. Tilfinningaleg vanlíðan. Dauðinn tengist sorg, missi og kvíða og getur vakið upp sársaukafullar minningar eða kallað fram væntanlega sorg. Margir forðast umræðuna til að hlífa sér – eða öðrum – við þessum tilfinningum. Þögn innan heilbrigðiskerfisins. Það er eðlilegt að heilbrigðisstarfsfólk eigi stundum erfitt með að hefja samtal um dauðann. Ótti við að taka burt vonina ásamt skorti á þjálfun í að mæta tilfinningaviðbrögðum sjúklinga og aðstandenda getur orðið til þess að slík samtöl frestist eða verði ekki að veruleika. Áherslan á lækningu og lífslengingu vegur oft þyngra en undirbúningur fyrir sjálf lífslokin. Þegar dánaraðstoð er til umræðu bætast við fleiri víddir: Dánaraðstoð krefst þess að horfst sé í augu við dauðann. Þeir sem styðja dánaraðstoð leggja gjarnan áherslu á rétt einstaklingins til að ákveða hvenær og hvernig hann deyr. En það að nýta þennan rétt í verki krefst þess að horfst sé í augu við dauðann – og það getur reynst mörgum erfitt. Því sjáum við stundum umræðu um réttinn til að deyja án þess að fjallað sé raunverulega um hvað það þýði að deyja Dánaraðstoð dregur fram þörfina fyrir einlægni. Þegar einstaklingur óskar eftir dánaraðstoð ríkir stundum þögn í kringum ákvörðunina. Aðstandendur forðast umræðuna – þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja, óttast að segja eitthvað rangt eða vilja hlífa viðkomandi við vanlíðan. Rannsóknir sýna þó að margir sem nálgast lífslok hafa sterka þörf fyrir opinská samtöl um dauðann og merkingu hans. Dánaraðstoð ögrar rótgrónum gildum. Dánaraðstoð ögrar rótgrónum gildum innan læknisfræðinnar, sérstaklega meginreglunni um að vernda og viðhalda lífi. Þetta getur skapað togstreitu hjá fagfólki og gert umræðuna of tæknilega eða fjarlæga, á kostnað mannlegra og tilfinningalegra þarfa sjúklingsins. Umræða um dauðann er valdeflandi og ógnvekjandi í senn. Fyrir suma er umræðan um dauðann frelsandi – hún skapar rými fyrir sjálfsskoðun, eykur tilfinningalegt öryggi og dýpkar tengsl við aðra. Hún getur einnig aukið tilfinningu fyrir stjórn. En fyrir aðra – sérstaklega þá sem hafa ekki áður átt slík samtöl eða koma úr menningu þar sem dauðinn er tabú – getur hún vakið upp kvíða og óöryggi. Þessi tvíræðni verður sérstaklega sýnileg í umræðunni um dánaraðstoð, þar sem dauðinn er ekki lengur fjarlæg hugmynd heldur nálægur og raunverulegur valkostur. Dánaraðstoð krefur okkur svara um „góðan dauðdaga“. Dánaraðstoð vekur upp flóknar spurningar um þjáningu, stjórn, reisn og merkingu. Ef við getum ekki rætt dauðann opinskátt, verða þessar spurningar yfirborðskenndar. Samtöl um dauðann geta verið djúpstæð og valdeflandi – ekki aðeins fyrir þann sem deyr, heldur einnig fyrir þá sem standa honum nær. Dauðinn verður líklega alltaf erfitt umræðuefni, en við þurfum að fara að opna samtalið og ekki bara um dauðann sjálfan heldur það að deyja. Umræðan um dánaraðstoð fjallar um rétt fólks til að geta valið sína hinstu stund og með reisn. Inn í það samtal koma atriði eins og að geta losnað því ómanneskjulegu ferli sem getur einkennt lífslokameðferð. Enginn á að þurfa þarf að velja dauðastríð sem getur tekið marga daga með ómældum sársauka og sálarangist fyrir aðstandendur og sjúklinga. Tökum samtalið fyrir fólkið okkar. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Dánaraðstoð Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Umræðan um dánaraðstoð kallar óhjákvæmilega á djúpar og oft óþægilegar hugsanir um dauðann – ekki aðeins sem persónulega eða tilvistarlega upplifun heldur einnig sem raunverulegan og yfirvofandi atburð. Það er því skiljanlegt að margir upplifi óöryggi við að ræða dauðann. Ástæðurnar geta verið margar og haft margvíslegar rætur: Ótti og kvíði. Dauðinn er hið endanlega óþekkta. Fólk kann að óttast hvað taki við eða ferlið sjálft við að deyja, t.d. sársauka, stjórnleysi eða að verða öðrum háður. Fyrir marga vekur vitundin um eigin dauðleika kvíða sem þeir kjósa að forðast. Afneitun dauðans. Í vestrænum menningarsamfélögum er dauðinn tabú – eitthvað sem ekki ber að nefna, hvað þá ræða opinskátt – þrátt fyrir að vera óumflýjanlegur hluti lífsins. Afneitunin birtist í æskudýrkun og þeirri viðleitni að halda öldrun og dauðleika frá sjónum almennings. Öldrun er ekki lengur talin eðlilegur þáttur lífsins heldur skilgreind sem frávik sem læknisfræðin á að „laga“. Þannig sjúkdómsvæðist öldrun og verður hluti af menningarlegri tilraun til að fresta dauðanum og viðhalda blekkingu eilífrar æsku. Hjátrú og þöggun. Sumir trúa því að umræðan um dauðann geti kallað hann fram. Slík viðhorf gera hann ekki aðeins að tabúi heldur einnig að hjátrúarfullu og ógnvekjandi fyrirbæri. Aðrir forðast umræðuna til að halda í jákvæðnina og lifa í núinu. Þessi þöggun getur leitt til þess að mikilvæg málefni á borð við vilja fólks varðandi meðferð, lífsgæði og dánarstað fái ekki umræðu. Skortur á orðræðu eða verkfærum. Margir vita ekki hvernig eigi að tala um dauðann. Skortur á orðaforða, sjálfstrausti eða tilfinningalegum ramma getur staðið í vegi. Sjúkravæðing dauðans hefur fært hann af heimilinu og inn á stofnanir, þar sem hann er klínískur og fjarlægur. Tilfinningaleg vanlíðan. Dauðinn tengist sorg, missi og kvíða og getur vakið upp sársaukafullar minningar eða kallað fram væntanlega sorg. Margir forðast umræðuna til að hlífa sér – eða öðrum – við þessum tilfinningum. Þögn innan heilbrigðiskerfisins. Það er eðlilegt að heilbrigðisstarfsfólk eigi stundum erfitt með að hefja samtal um dauðann. Ótti við að taka burt vonina ásamt skorti á þjálfun í að mæta tilfinningaviðbrögðum sjúklinga og aðstandenda getur orðið til þess að slík samtöl frestist eða verði ekki að veruleika. Áherslan á lækningu og lífslengingu vegur oft þyngra en undirbúningur fyrir sjálf lífslokin. Þegar dánaraðstoð er til umræðu bætast við fleiri víddir: Dánaraðstoð krefst þess að horfst sé í augu við dauðann. Þeir sem styðja dánaraðstoð leggja gjarnan áherslu á rétt einstaklingins til að ákveða hvenær og hvernig hann deyr. En það að nýta þennan rétt í verki krefst þess að horfst sé í augu við dauðann – og það getur reynst mörgum erfitt. Því sjáum við stundum umræðu um réttinn til að deyja án þess að fjallað sé raunverulega um hvað það þýði að deyja Dánaraðstoð dregur fram þörfina fyrir einlægni. Þegar einstaklingur óskar eftir dánaraðstoð ríkir stundum þögn í kringum ákvörðunina. Aðstandendur forðast umræðuna – þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja, óttast að segja eitthvað rangt eða vilja hlífa viðkomandi við vanlíðan. Rannsóknir sýna þó að margir sem nálgast lífslok hafa sterka þörf fyrir opinská samtöl um dauðann og merkingu hans. Dánaraðstoð ögrar rótgrónum gildum. Dánaraðstoð ögrar rótgrónum gildum innan læknisfræðinnar, sérstaklega meginreglunni um að vernda og viðhalda lífi. Þetta getur skapað togstreitu hjá fagfólki og gert umræðuna of tæknilega eða fjarlæga, á kostnað mannlegra og tilfinningalegra þarfa sjúklingsins. Umræða um dauðann er valdeflandi og ógnvekjandi í senn. Fyrir suma er umræðan um dauðann frelsandi – hún skapar rými fyrir sjálfsskoðun, eykur tilfinningalegt öryggi og dýpkar tengsl við aðra. Hún getur einnig aukið tilfinningu fyrir stjórn. En fyrir aðra – sérstaklega þá sem hafa ekki áður átt slík samtöl eða koma úr menningu þar sem dauðinn er tabú – getur hún vakið upp kvíða og óöryggi. Þessi tvíræðni verður sérstaklega sýnileg í umræðunni um dánaraðstoð, þar sem dauðinn er ekki lengur fjarlæg hugmynd heldur nálægur og raunverulegur valkostur. Dánaraðstoð krefur okkur svara um „góðan dauðdaga“. Dánaraðstoð vekur upp flóknar spurningar um þjáningu, stjórn, reisn og merkingu. Ef við getum ekki rætt dauðann opinskátt, verða þessar spurningar yfirborðskenndar. Samtöl um dauðann geta verið djúpstæð og valdeflandi – ekki aðeins fyrir þann sem deyr, heldur einnig fyrir þá sem standa honum nær. Dauðinn verður líklega alltaf erfitt umræðuefni, en við þurfum að fara að opna samtalið og ekki bara um dauðann sjálfan heldur það að deyja. Umræðan um dánaraðstoð fjallar um rétt fólks til að geta valið sína hinstu stund og með reisn. Inn í það samtal koma atriði eins og að geta losnað því ómanneskjulegu ferli sem getur einkennt lífslokameðferð. Enginn á að þurfa þarf að velja dauðastríð sem getur tekið marga daga með ómældum sársauka og sálarangist fyrir aðstandendur og sjúklinga. Tökum samtalið fyrir fólkið okkar. Höfundur er formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun