Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2025 11:32 Horft eftir Gran Vía sem liggur í gegnum miðborg Madridar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Rafmagni hefur slegið út um allan Spán og Portúgal í dag en engar skýringar liggja fyrir á truflununum. Netöryggisstofnun Spánar rannsakar hvort að tölvuárás kunni að valda rafmagnsleysinu. Tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Þau orkufyrirtæki sem blaðið náði sambandi við höfðu ekki skýringar á orsökunum. Spænsk stjórnvöld rannsaka nú truflanirnar og hvað veldur þeim. INCIBE, netöryggisstofnun Spánar, rannsakar meðal annars hvort að töluvárás kunni að vera orsökin. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á í áföngum samkvæmt Red Eléctrica, opinberu fyrirtæki sem rekur dreifikerfi Spánar. Truflanirnar eru sagðar hafa raskað fjarskiptum og flugvallar- og lestarsamgöngum. Reuters-fréttastofan vitnar í spænskar útvarpsstöðvar sem fullyrða að neðanjarðarlestarkerfið í spænsku höfuðborginni Madrid hafi verið rýmt og að umferðaöngþveiti hafi myndast á götum borgarinnar eftir að umferðarljós slökknuðu. Á flugvellinum í Lissabon í Portúgal er ófremdarástand sagt ríkja þar sem þúsundir farþega setja föst. Portúgölsk stjórnvöld hafa heldur engar skýringar á ástandinu. Vefmiðillinn Euronews segir að rafmagnslaust sé einnig á Barajas-flugvelli í Madrid. Sami miðill segir ýmsar tilgátur um orsakir rafmagnsleysisins, meðal annars um að það tengir röskunum á evrópska dreifikerfinu. Mögulega hafi eldur sem skemmdi háspennustöð í Suðvestur-Frakklandi átt þátt í truflununum. Portúgalski fjölmiðillinn Espresso hefur eftir dreififyrirtækinu þar að rafmagnsleysið sé vegna truflana í evrópska dreifikerfinu. Starfsemi sjúkrahúsa hefur haldist stöðug en þau eru með varaaflsstöðvar. Starfsfólki þar hefur þó verið sagt að nota ekki tölvur til þess að draga úr rafmagnsnotkun eins og hægt er. Fréttin verður uppfærð. Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Portúgal Spánn Orkumál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Tilkynningar um rafmagnstruflanir byrjuðu að berast upp úr hádegi að spænskum tíma í dag, að sögn spænska blaðsins El País. Þær hafa borist frá öllum sjálfstjórnarhéruðum landsins, fyrir utan Balear- og Kanaríeyjar, og Portúgal. Samkvæmt rauntímagögnum virðist orkunotkun hafa dregist saman um helming á landsvísu á Spáni frá hádegi. Þau orkufyrirtæki sem blaðið náði sambandi við höfðu ekki skýringar á orsökunum. Spænsk stjórnvöld rannsaka nú truflanirnar og hvað veldur þeim. INCIBE, netöryggisstofnun Spánar, rannsakar meðal annars hvort að töluvárás kunni að vera orsökin. Unnið er að því að koma rafmagni aftur á í áföngum samkvæmt Red Eléctrica, opinberu fyrirtæki sem rekur dreifikerfi Spánar. Truflanirnar eru sagðar hafa raskað fjarskiptum og flugvallar- og lestarsamgöngum. Reuters-fréttastofan vitnar í spænskar útvarpsstöðvar sem fullyrða að neðanjarðarlestarkerfið í spænsku höfuðborginni Madrid hafi verið rýmt og að umferðaöngþveiti hafi myndast á götum borgarinnar eftir að umferðarljós slökknuðu. Á flugvellinum í Lissabon í Portúgal er ófremdarástand sagt ríkja þar sem þúsundir farþega setja föst. Portúgölsk stjórnvöld hafa heldur engar skýringar á ástandinu. Vefmiðillinn Euronews segir að rafmagnslaust sé einnig á Barajas-flugvelli í Madrid. Sami miðill segir ýmsar tilgátur um orsakir rafmagnsleysisins, meðal annars um að það tengir röskunum á evrópska dreifikerfinu. Mögulega hafi eldur sem skemmdi háspennustöð í Suðvestur-Frakklandi átt þátt í truflununum. Portúgalski fjölmiðillinn Espresso hefur eftir dreififyrirtækinu þar að rafmagnsleysið sé vegna truflana í evrópska dreifikerfinu. Starfsemi sjúkrahúsa hefur haldist stöðug en þau eru með varaaflsstöðvar. Starfsfólki þar hefur þó verið sagt að nota ekki tölvur til þess að draga úr rafmagnsnotkun eins og hægt er. Fréttin verður uppfærð.
Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Portúgal Spánn Orkumál Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira