Enski boltinn

Leeds sló eigið stiga­met

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það verða læti í Leeds.
Það verða læti í Leeds. Mike Egerton/Getty Images

Leeds United hefur slegið eigið stigamet í ensku knattspyrnunni.

Leeds hefur nú þegar tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en það virðist ekki sem lærisveinar Daniel Farke ætli sér að slaka á fyrr en núverandi tímabili er lokið. Liðið fékk Bristol City í heimsókn á Elland Road í kvöld og vann einkar þægilegan 4-0 sigur.

Ao Tanaka kom Leeds yfir þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum, munurinn eitt mark þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Wilfried Gnonto tvöfaldaði forystuna þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik undir lok leiks bætti Largie Ramazani við tveimur mörkum til viðbótar. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri er að Bristol er í 5. sæti og í harðri baráttu um að enda í umspilssæti.

Sigurinn þýðir að Leeds er komið með 97 stig, líkt og Burnley. Bæði lið geta því brotið 100 stiga múrinn í lokaumferð B-deildarinnar þann 3. maí næstkomandi. Sigurinn þýðir jafnframt að Leeds hefur bætt eigið stigamet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×