„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Hinrik Wöhler skrifar 28. apríl 2025 22:29 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, átti erfitt með að vera rólegur á hliðarlínunni þrátt fyrir sannfærandi sigur. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú. „Ég er gríðarlega sáttur og ofboðslega ánægður að hafa náð unnið þennan leik og haldið markinu hreinu og skorað þrjú mörk, bara frábært. Mér fannst Afturelding alltaf hættulegir, þeir voru flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar. Mosfellingar fengu tækifæri til að skora en þeir náðu ekki að brjóta ísinn. Leikurinn fór 3-0 en Rúnar segir að hann hafi ekki verið rólegur á hliðarlínunni. „Þeir ná að halda boltanum og þrýsta til baka nokkrum sinnum en við sáum um að skora mörkin. Við áttum flottir sóknir og önnur færi, hefðum getað skorað meira. Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur.“ Þriðja markið gerði út um leikinn Vuk Oskar Dimitrijevic rak smiðshöggið með sigrinum með þriðja marki Fram á 74. mínútu og gat þá Rúnar loks andað léttar. „Frábært að fá þriðja markið inn og það slökkti aðeins í þeim. Við vissum að þeir myndu koma sterkari í síðari hálfleik og taka fleiri sjénsa en við náðum að nýta það vel með sækja hratt og fáum gefins mark. Komum okkur í 3-0 og það gerir út um allt leikinn,“ sagði Rúnar um þriðja markið. Mosfellingar vildu fá brot í aðdraganda marksins en Rúnar segir að hann ekkert verið að fylgjast með leiknum á því augnabliki. „Nei, ég sá þetta ekki. Ég var ekkert að fylgjast með þessu og var bara hissa þegar við vorum sloppnir í þessa stöðu. Þjálfarar halda með sínu liði og vilja fá brot, ekki satt? Ég vildi fá fullt af brotum sem ég fékk ekki en það er alltaf þyngra og erfiðara að taka þegar kemur mark upp úr slíku.“ Kenni Chopart var gulls ígildi fyrir Framara í kvöld en fyrirliðinn skoraði fyrsta markið með góðum skalla og bjargaði einnig hetjulega á marklínu í seinni hálfleik. „Kennie er búinn að vera frábær fyrir Fram og öll varnarlínan var frábær í dag. Sigurjón, Kyle, Israel og Halli [Haraldur Einar] og Þorri kemur inn og gerir frábæra hluti líka. Það eru allir að leggja á sig vinnu og svarið sem þeir gáfu mér eftir síðasta leik var gott. Menn hafa trú á þessu verkefni og við þurfum að halda áfram. Mótið er rétt að byrja og við værum til að vera með fleiri stig en staðan er svona,“ sagði Rúnar um fyrirliða Fram. Sló á þráðinn til Hannesar Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun og hafa Framarar skamman tíma til að finna markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson samdi við Leikni á dögunum. „Við erum í logandi ljósi að leita að einhverjum sem getur nýst vel í hóp hjá okkur. Við erum bara með einn 2. flokks markmann sem þarf líka að spila með 2. flokki og getur ekki æft á öllum æfingum hjá okkur. Við þurfum að hafa æfingarmarkmann og einhvern sem veitir pressu á fyrsta markmanninn. Það er hollt og gott að það sé samkeppni,“ sagði Rúnar. Rúnar segir að það hafi ýmis nöfn komið upp í leitinni að markverði og meðal annars fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Rúnar Kristinsson náði ekki að plata sinn fyrrum lærisvein til að taka fram skóna á ný.Vísir/Vilhelm „Það er búið að hringja í Hannes og hafa ýmis nöfn komið upp. Við erum enn þá með eitthvað í pokahorninu en ekkert öruggt og höfum daginn á morgun til þess að klára þessi mál og ef við erum heppnir þá finnum við góðan mann“ Hvað sagði Hannes? „Hann meiddi sig í skíðaferðalagi í vor og er enn að ná sér eftir það. Annars hefði hann verið klár, við skilum bara batakveðjum á hann,“ sagði Rúnar glettinn. Fram Besta deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur og ofboðslega ánægður að hafa náð unnið þennan leik og haldið markinu hreinu og skorað þrjú mörk, bara frábært. Mér fannst Afturelding alltaf hættulegir, þeir voru flottir í fyrri hálfleik,“ sagði Rúnar. Mosfellingar fengu tækifæri til að skora en þeir náðu ekki að brjóta ísinn. Leikurinn fór 3-0 en Rúnar segir að hann hafi ekki verið rólegur á hliðarlínunni. „Þeir ná að halda boltanum og þrýsta til baka nokkrum sinnum en við sáum um að skora mörkin. Við áttum flottir sóknir og önnur færi, hefðum getað skorað meira. Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur.“ Þriðja markið gerði út um leikinn Vuk Oskar Dimitrijevic rak smiðshöggið með sigrinum með þriðja marki Fram á 74. mínútu og gat þá Rúnar loks andað léttar. „Frábært að fá þriðja markið inn og það slökkti aðeins í þeim. Við vissum að þeir myndu koma sterkari í síðari hálfleik og taka fleiri sjénsa en við náðum að nýta það vel með sækja hratt og fáum gefins mark. Komum okkur í 3-0 og það gerir út um allt leikinn,“ sagði Rúnar um þriðja markið. Mosfellingar vildu fá brot í aðdraganda marksins en Rúnar segir að hann ekkert verið að fylgjast með leiknum á því augnabliki. „Nei, ég sá þetta ekki. Ég var ekkert að fylgjast með þessu og var bara hissa þegar við vorum sloppnir í þessa stöðu. Þjálfarar halda með sínu liði og vilja fá brot, ekki satt? Ég vildi fá fullt af brotum sem ég fékk ekki en það er alltaf þyngra og erfiðara að taka þegar kemur mark upp úr slíku.“ Kenni Chopart var gulls ígildi fyrir Framara í kvöld en fyrirliðinn skoraði fyrsta markið með góðum skalla og bjargaði einnig hetjulega á marklínu í seinni hálfleik. „Kennie er búinn að vera frábær fyrir Fram og öll varnarlínan var frábær í dag. Sigurjón, Kyle, Israel og Halli [Haraldur Einar] og Þorri kemur inn og gerir frábæra hluti líka. Það eru allir að leggja á sig vinnu og svarið sem þeir gáfu mér eftir síðasta leik var gott. Menn hafa trú á þessu verkefni og við þurfum að halda áfram. Mótið er rétt að byrja og við værum til að vera með fleiri stig en staðan er svona,“ sagði Rúnar um fyrirliða Fram. Sló á þráðinn til Hannesar Félagsskiptaglugginn lokar á miðnætti á morgun og hafa Framarar skamman tíma til að finna markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson samdi við Leikni á dögunum. „Við erum í logandi ljósi að leita að einhverjum sem getur nýst vel í hóp hjá okkur. Við erum bara með einn 2. flokks markmann sem þarf líka að spila með 2. flokki og getur ekki æft á öllum æfingum hjá okkur. Við þurfum að hafa æfingarmarkmann og einhvern sem veitir pressu á fyrsta markmanninn. Það er hollt og gott að það sé samkeppni,“ sagði Rúnar. Rúnar segir að það hafi ýmis nöfn komið upp í leitinni að markverði og meðal annars fyrrum landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson. Rúnar Kristinsson náði ekki að plata sinn fyrrum lærisvein til að taka fram skóna á ný.Vísir/Vilhelm „Það er búið að hringja í Hannes og hafa ýmis nöfn komið upp. Við erum enn þá með eitthvað í pokahorninu en ekkert öruggt og höfum daginn á morgun til þess að klára þessi mál og ef við erum heppnir þá finnum við góðan mann“ Hvað sagði Hannes? „Hann meiddi sig í skíðaferðalagi í vor og er enn að ná sér eftir það. Annars hefði hann verið klár, við skilum bara batakveðjum á hann,“ sagði Rúnar glettinn.
Fram Besta deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira