Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar 30. apríl 2025 09:01 Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar