Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar 30. apríl 2025 09:01 Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Sjá meira
Íslendingar ákváðu að endurreisa lýðveldið 17. Júní 1944. Ég hygg að það sé meirihluti Íslendinga sem vilja efla, varðveita og styrkja lýðveldi Íslands fyrir komandi kynslóðir, börn okkar og barnabörn. Á þeim tíma sem stríð geysar í Evrópu sem ógnar okkur öllum erum við föst í þeirri hugsun og tíma sem var. Að við séum örugg í sameiginlegu gildismati vestrænna ríkja, varnarsamstarfi og stöðu mála í heiminum. Þetta áttatíu ára gildismat og sameiginlegu öryggishagsmunir eru ekki lengur fyrir hendi. Bandaríkin sem hafa verið forystuþjóð í þróun eftirstríðsáranna frá 1945 og hafa talað fyrir sjálfstæði og virðingu fyrir alþjóðalögum og fullveldi landamæra þjóða er ekki lengur til. Þegar skoðanakönnun birtist sem gefur til kynna að rúmlega 70% þjóðarinnar vilja ekki eigin varnaviðbúnað til að bregðast við óvæntum hættum eða fyrirvarlausum árásum á lýðveldið þá vekur það mann til umhugsunar. Þar til ársins 1995 var ákvæði í stjórnarskrá Íslands um herkvaðningu til verndar lýðveldinu ef þörf krefði. Það var fellt út af Alþingi án umræðu. Viðhörf íslenskra stjórnvalda – og almennings – er að aðrir eigi að sjá um varnir landsins. Útlendingar! Menn á borð við Trump, Orban, Fico og Erdogan. Er það trúverðugt? Fer saman hér hljóð og mynd? Staðreyndin er sú að Ísland er nógu öflugt til að taka þátt í vörnum eigin lands. Við munum þurfa á aðstoð að halda ef á okkur er ráðist , en við getum veitt öfluga mótstöðu þar til sá liðsauki berst. Ég hef fært fyrir því sterk rök að hægt sé að kalla 10% þjóðarinnar til varna ef hætta ber að höndum sem er um 38.000 mann. Gefum okkur að hluti þess sé kallaður til varna u.þ.b. 10.000 manns að þá er það umtalsvert varnarlið. Kjarni sem má alltaf bæta við! Rökin fyrir því að Íslendingar hafi ekki efni á að standa að eigin vörnum standast ekki skoðun. Árið 2022 var verg landsframleiðsla á hvern Íslending $52.000 sem var sambærilegt Norðurlöndunum og Evrópu en Eystrasaltsríkin voru með $28.00-35000. Öll þessi lönd hafa aukið eigin framlög til varnarmála og mörg hver yfir 2% viðmiðið sem hefur verið markmið NATO. Samkvæmt þessu hefur Ísland efni á því að auka framlög til eigin varna og taka ábyrgð á að vernda lýðveldið. Fyrir utan Trump og varnarsamninginn er önnur grunnstoð íslenskra varna Atlantshafsbandalagið. Það eru blikur á lofti um áhuga Bandaríkjamanna að viðhalda þessu bandalagi. Forseti Bandaríkjanna telur bandalagið barns síns tíma. Óþarft! Umræða er um hvort yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsríkjanna eigi að vera bandarískur eins og verið hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar eða evrópskur. Nú eru þriggja stjörnu hershöfðingjar frá Þýskalandi í hlutverki varamanns yfirmanns herafla NATO. Þegar Bandaríkjamenn biðja Evrópu um að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum, má spyrja af hverju Evrópa tekur ekki að sér þetta hlutverk og endurskipuleggi skipulag NATO í þágu varna Evrópu. Hvert verður hlutverk Bandaríkjanna í vörnum Evrópu eftir það? Geta þeir haft lokaorðið um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þegar framtíð Evrópu er í hættu? Er ekki kominn tími til að að segja við Bandaríkjamenn að ef þið viljið ekki verja Evrópu og það alheimsfyrirkomulag sem grundvallast á alþjóðalögum og sameiginlegum gildum að þá verðum við að gera það sjálf. Hefur Evrópa þor og dug til að til að takast á við þetta hlutverk. Hefur Ísland pólitískan vilja og hugrekki til að gera það sama. Það á eftir að koma í ljós! Höfundur er áhugamaður um íslensk öryggis- og varnarmál.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun