Handbolti

Haraldur tekur við Fram af Rakel

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haraldur Þorvarðarson (til vinstri) verður næsti þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta.
Haraldur Þorvarðarson (til vinstri) verður næsti þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. vísir/vilhelm

Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.

Haraldur hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Fram undanfarin fjögur ár auk þess að þjálfa U-lið félagsins og 3. flokk. Haraldur lék sjálfur lengi með Fram og varð Íslandsmeistari með liðinu 2013.

Arnar Pétursson, þjálfari kvennalandsliðsins, verður áfram í þjálfarateymi kvennaliðsins og Roland Valur Eradze kemur einnig inn í það frá og með næsta tímabili.

Fram mætir Haukum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld. Haukar unnu fyrsta leik liðanna á laugardaginn, 18-30.

Fram endaði í 2. sæti Olís-deildarinnar og komst í bikarúrslit þar sem liðið tapaði fyrir Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×