Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2025 14:22 Helena Rós Sturludóttir Sögulegt rafmagnsleysi á Spáni og Portúgal í gær olli alvarlegum samgöngutruflunum á landsvísu, en rafmagnsleysið varði í margar klukkustundir. Segja má að Icelandair og Play air hafi sloppið vel í gær og í dag varðandi flugáætlun til landanna tveggja. Flug Play til Lissabon í gær raskaðist þó verulega. Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld. Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir er ein þeirra sem beið eftir umræddu flugi í gær en fréttastofa sló á þráðinn til hennar til að spyrja hana út í seinkunina. Helena kvaðst hafa verið mætt upp á völl um hálf tvö leytið í gær því flugið sjálft átti að vera klukkan þrjú. „Það leit í rauninni allt frekar eðlilega út. Okkur var komið fyrir í flugvélinni og tjáð að það yrði einhver seinkun en að það yrði flogið. Síðan voru alltaf að koma nýjar og nýjar tilkynningar því ástandið var náttúrulega mjög óljóst úti en á endanum var okkur tjáð að flugvellinum i Lissabon hefði verið lokað en við biðum ennþá úti í vél því þeir höfðu væntingar um ástandið myndi nú lagast og að við færum í loftið í gær en svo varð ekki. Ég kom aftur heim um hálf tíu í gærkvöldi eftir að hafa setið í flugvélinni í fjórar, fimm klukkustundir.“ Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, staðfesti við fréttastofu að flugið sé á dagskrá klukkan 17.00 síðdegis. Helena bindur vonir við að það standist því um langþráða ferð er að ræða. Þrátt fyrir að það sé óneitanlega dálítið fúlt að verða fyrir seinkun sem þessari er Helena kát og sér broslegar hliðar málsins enda mikill húmoristi. „Það er náttúrulega smá húmor í þessu. Ég ætlaði að skella mér í vikufrí og það voru miklar væntingar til þessarar ferðar þannig að ég gat ekki annað en hlegið í gær því það sem gerðist hefur held ég aldrei gerst áður en að þetta gerist akkúrat þegar ég fer í frí er pínu súrrelískt.“ „Ég leyfði nú vinum og vandamönnum að fylgjast með. Ég hef náttúrulega verið með stórar yfirlýsingar með þetta frí sem ég er að fara í og ég setti inn myndband í gær af mér þegar ég kom aftur heim og sagðist hafa orðið fyrir smá vonbrigðum með Lissabon, það væri aðeins kaldara en ég átti von á en stóð bara út á svölum heima,“ segir Helena, glöð í bragði en ef allt gengur að óskum verður hún komin í mildara loftslag og suðræna strauma strax í kvöld.
Spánn Portúgal Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Rafmagnsleysi á Spáni í apríl 2025 Tengdar fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30 Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37 Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Spænsk stjórnvöld hafa enn engar skýringar á því hvað olli fordæmalausu rafmagnsleysi á Íberíuskaga í gær. Rannsókn er sögð geta tekið fleiri mánuði. Daglegt líf er nú að komast aftur í fyrra horf. 29. apríl 2025 09:30
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29. apríl 2025 06:37
Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Um helmingur Spánar er aftur kominn með rafmagn samkvæmt forsætisráðherra landsins Pedro Sanchez. Stefnt er að því að koma hinum helmingnum í lag á morgun. 28. apríl 2025 23:21