Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Kristján Már Unnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:10 Friðriki Danakonungi var vel fagnað í Nuuk í gær. Kongehuset Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar. Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Einkaþota danska hersins lenti með Friðrik á nýja alþjóðaflugvellinum í Nuuk í gærmorgun. Með um borð í fluginu frá Kaupmannahöfn var einnig Jens-Frederik Nielsen, hinn nýkjörni formaður landsstjórnar Grænlands, sem var að koma úr fyrstu opinberu heimsókn sinni til Danmerkur sem leiðtogi Grænlendinga. Konungur á göngu um götur Nuuk klæddur grænlenskum búningi.Kongehuset Aðeins eru tíu mánuðir frá síðustu heimsókn Friðriks til Grænlands. Sérfræðingar í málefnum Grænlands, sem grænlenska ríkisútvarpið KNR ræddi við, telja að það sé engin tilviljun að konungurinn sé núna kominn svo fljótt aftur til landsins. Heimsóknina verði að skoða í ljósi ítrekaðra yfirlýsinga Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að Bandaríkin ættu að taka Grænland yfir. „Kannski vegna þess að ég kem frá Grænlandi túlka ég það sem merki til alls danska konungsríkisins um að stærsta markmið konungs sé að varðveita konungsríkið. Ég held að hann leggi áherslu á það með heimsókn sinni,“ segir Nauja Bianco, óháður ráðgjafi um Grænland og norðurslóðir, í viðtali við KNR. Danakonungur í siglingu í gær með Jens-Frederik Nielsen, formanni landsstjórnar Grænlands. Úlpa konungs er merkt með þjóðfánum bæði Danmerkur og Grænlands.Kongehuset Grænlandsheimsókn Danakonungs hófst með því að formaður landsstjórnarinnar bauð konungi í fjarðasiglingu um nágrenni Nuuk. Jafnframt var hádegisverður snæddur um borð. Um miðjan dag tók konungur þátt í kaffisamsæti í menningarhúsinu Katuaq. Þar heilsaði hann upp á íbúa en samkoman var opin öllum. Friðrik heilsar Grænlendingum í menningarhúsinu í Nuuk.Kongehuset Síðdegis fór hann í fjallgöngu í útjaðri höfuðstaðarins. Þar fékk hann að upplifa grænlenskt landslag í vetrarbúningi og var fræddur um náttúru, dýralíf og sögu svæðisins. Hátíðarkvöldverður var svo snæddur í Hans Egedes-húsinu i Nuuk. Í morgun hófst dagskrá Danakonungs á heimsókn í Háskóla Grænlands. Þar heilsaði hann meðal annars upp á nemendur í umhverfisfræðum. Einnig heimsækir hann Sjávarútvegsstofnun Grænlands. Friðrik í fjallgöngu í útjaðri Nuuk síðdegis í gær.Kongehuset Til stóð að eftir hádegi myndi konungur í fylgd varnarmálaráðherra Danmerkur, Troels Lund Poulsen, heimsækja Station Nord, sem er nyrsta mannaða stöð Grænlands. Þeirri ferð hefur hins vegar verið aflýst vegna veðurs og sömuleiðis sleðaferð með Sirius-hersveitinni. Station Nord var komið á fót árið 1952 sem veður- og fjarskiptastöð og sem neyðarbækistöð. Henni var lokað árið 1972 en síðan opnuð aftur árið 1975 og þá sem herstöð. Þar er flugbraut og eru jafnan fimm hermenn staðsettir þar.
Grænland Danmörk Donald Trump Norðurslóðir Öryggis- og varnarmál Friðrik X Danakonungur Kóngafólk Tengdar fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10 „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59 Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Starfsmenn Hvíta hússins hafa að undanförnu unnið að skýrslu um hvað það myndi kosta Bandaríkin að taka yfir Grænland. Meðal annars er verið að skoða hvað það myndi kosta að stýra stjórnsýslu Grænlands og hvaða tekjur Bandaríkin gætu haft af auðlindum eyjunnar. 2. apríl 2025 10:10
„Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í símaviðtali við blaðamann NBC í gær að hann hafi átt alvarleg samtöl um að innlima Grænland í Bandaríkin. Hann sagði góðar líkur á að það næðist án beitingar hervalds en sagðist ekki útiloka neitt. 30. mars 2025 09:59
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29. mars 2025 17:35
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent