Körfubolti

Brunson sendi Pistons í sumar­frí en Clippers tryggði sér odda­leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jalen Brunson fagnar körfu sinni sem tryggði New York Knicks sigur á Detroit Pistons í nótt.
Jalen Brunson fagnar körfu sinni sem tryggði New York Knicks sigur á Detroit Pistons í nótt. getty/Gregory Shamus

Jalen Brunson skoraði sigurkörfu New York Knicks þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 113-116, í sjötta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Knicks vann einvígið, 4-2.

Brunson setti niður þriggja stiga skot þegar 4,3 sekúndur voru eftir af leiknum í Detroit í nótt og tryggði Knicks sigurinn. Hann skoraði fjörutíu stig í leiknum og Mikal Bridges 25. Brunson hefur verið öflugur í úrslitakeppninni og er með 31,5 stig og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í sex leikjum í henni.

Pistons fékk tækifæri til að jafna metin en Malik Beasley missti boltann. Cade Cunningham var stigahæstur í liði heimamanna með 23 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. 

Í undanúrslitum Austurdeildarinnar mætir Knicks meisturum Boston Celtics. Aldarfjórðungur er síðan Knicks komst í úrslit Austurdeildarinnar.

Oddaleik þarf til að knýja fram sigurvegara í einvígi Los Angeles Clippers og Denver Nuggets í Vesturdeildarinnar. Clippers vann sjötta leik liðanna á heimavelli í nótt, 111-105.

Eftir rólega leiki spilaði James Harden vel í nótt og skoraði 28 stig og gaf átta stoðsendingar. Kawhi Leonard skoraði 27 stig og tók tíu fráköst og Norman Powell gerði 24 stig. Hann setti niður afar mikilvægt þriggja stiga skot þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Það var eina karfa Clippers á síðustu sex mínútum leiksins.

Nikola Jokic skoraði 25 stig fyrir Nuggets, þar af tuttugu í fyrri hálfleik. Jamal Murray skoraði 21 stig.

Oddaleikur Nuggets og Clippers fram fram á laugardagskvöldið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×