Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 13:31 Forsvarsmenn McDonald's segja að neikvæði í garð Bandaríkjamanna í Kanada og víðar virðist ekki hafa haft slæm áhrif á keðjuna. AP/Gene J. Puskar Mikill samdráttur hefur orðið á sölu hjá hamborgarakeðjunni McDonald‘s í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi. Salan lækkaði um 3,6 prósent sem er mesta lækkunin hjá keðjunni frá árinu 2020, þegar Covid var og hét og loka þurfti verslunum og veitingastöðum. Chris Kempczinski, forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að viðskiptavinir úr hópi lágtekjufólks og millistéttinni, sem hafi miklar áhyggjur af verðbólgu og versnandi efnahagsaðstæðum, hafi dregið verulega úr kaupum sínum á skyndibitum. AP fréttaveitan hefur eftir forstjóranum að fyrirtækið geti staðið af sér þetta óveður betur en margir aðrir. McDonald‘s væri þó ekki ónæmt fyrir slæmum vendingum. Önnur fyrirtæki á markaði skyndibita vestanhafs hafa birt sambærileg ársfjórðungsuppgjör að undanförnum. Á heimsvísu lækkaði salan hjá McDonald‘s um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi. Aukning varð á sölu í Japan, Kína og Mið-Austurlöndum og er það sagt hafa mildað samdrátt annars staðar í heiminum. Greinendur höfðu spáð um tveggja prósenta söluaukningu á heimsvísu. Kempczinski sagði við hluthafa í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu búist við því að fyrsti ársfjórðungurinn yrði sá versti á árinu. Horfur fyrir næsta hafi þegar skánað töluvert. Forsvarsmenn fyrirtækisins standa enn við tekjuspár fyrir árið allt. Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Chris Kempczinski, forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að viðskiptavinir úr hópi lágtekjufólks og millistéttinni, sem hafi miklar áhyggjur af verðbólgu og versnandi efnahagsaðstæðum, hafi dregið verulega úr kaupum sínum á skyndibitum. AP fréttaveitan hefur eftir forstjóranum að fyrirtækið geti staðið af sér þetta óveður betur en margir aðrir. McDonald‘s væri þó ekki ónæmt fyrir slæmum vendingum. Önnur fyrirtæki á markaði skyndibita vestanhafs hafa birt sambærileg ársfjórðungsuppgjör að undanförnum. Á heimsvísu lækkaði salan hjá McDonald‘s um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi. Aukning varð á sölu í Japan, Kína og Mið-Austurlöndum og er það sagt hafa mildað samdrátt annars staðar í heiminum. Greinendur höfðu spáð um tveggja prósenta söluaukningu á heimsvísu. Kempczinski sagði við hluthafa í gær að forsvarsmenn fyrirtækisins hefðu búist við því að fyrsti ársfjórðungurinn yrði sá versti á árinu. Horfur fyrir næsta hafi þegar skánað töluvert. Forsvarsmenn fyrirtækisins standa enn við tekjuspár fyrir árið allt.
Bandaríkin Veitingastaðir Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira