„Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Vésteinn Örn Pétursson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. maí 2025 13:34 Bryndís og Jón Baldvin telja málið allt hið ömurlegasta, og segja skilning stjórnvalda engan. Vísir/Anton Brink Hjónin Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og Bryndís Schram eiginkona hans voru meðal mótmælenda fyrir utan ríkisstjórnarfund í dag. Þau kröfðust þess að hinum 17 ára gamla Oscar Andre Bocanegra Florez yrði veitt dvalarleyfi. „Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“ Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Þetta er barnaverndarmál. Ég skrifaði barnaverndarráðherra um málið, og benti á að fyrir liggur umsókn ágæts fólks um að taka hann í fóstur,“ sagði Jón Baldvin þegar hann var tekinn tali á mótmælunum í dag. Þar vísaði hann til hjónanna Sonju Magnúsdóttur og Svavars Jóhannssonar, sem hafa boðist til að taka drenginn í fóstur. Honum hefur verið synjað um dvalarleyfi hér á landi og gæti því verið sendur til Kólumbíu hvenær sem er. „Barnaverndaryfirvöld þurfa bara að segja já takk við því góða boði. Málið leyst. En ég hef ekki fengið neitt svar í heila viku. Það er ekki tekinn síminn, ekki neitt. Mér finnst þetta ómöguleg framkoma,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís Schram sagði mikinn stuðning í samfélaginu með Oscari. Fleiri hafi mætt á síðasta mótmælafund en þann sem fram fór í morgun. „Og maður fann það hvað fólk stóð þétt að baki þessara hjóna. Þetta er yndislegt fólk. Ég skil ekki tilganginn með þessu. Það átti að senda hann út í síðasta mánuði, það eru komnar margar vikur síðan. Hann hefur ekki getað sofið, hann hefur ekki getað stundað nám. Hvar er samúðin með börnum? Ég get bara grátið yfir þessu,“ sagði Bryndís. Teljið þið að ríkisstjórnin muni bregðast við í þessu? „Ég trúi ekki öðru en að þeir hegði sér eins og menn,“ sagði Jón Baldvin. Bryndís bætti við að þegar ráðherrar mættu á fundinn hafi þeir brosað og veifað til mótmælenda. „En hvað býr að baki? Enginn skilningur.“
Flóttafólk á Íslandi Kólumbía Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Við gerum ekki svona við börn“ „Ég er gáttaður á því hvernig þetta samfélag kýs að koma fram við börn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er meðal þeirra sem mótmæltu fyrirhugaðri brottvísun hins 17 ára Oscars við fundarstað ríkisstjórnar í dag. 2. maí 2025 10:37
Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33