Fótbolti

Þriðja jafn­tefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í aug­sýn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur leikið vel með Fortuna Düsseldorf á tímabilinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson hefur leikið vel með Fortuna Düsseldorf á tímabilinu. getty/Roland Weihrauch

Fortuna Düsseldorf jafnaði tvisvar gegn Eintracht Braunschweig þegar liðin áttust við í þýsku B-deildinni í dag. Lokatölur 2-2.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Düsseldorf sem er í 5. sæti deildarinnar með fimmtíu stig, tveimur stigum á eftir Paderborn sem er í 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í þýsku úrvalsdeildinni.

Düsseldorf lenti tvisvar sinnum undir í leiknum í dag en kom til baka í bæði skiptin og náði í eitt stig. Liðið hefur gert jafntefli í síðustu þremur leikjum sínum.

Valgeir Lunddal Friðriksson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Düsseldorf.

Liðið á eftir að leika tvo leiki í deildinni á þessu tímabili, gegn Schalke á heimavelli og Magdeburg á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×