„Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. maí 2025 21:01 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. „Við vorum lentir undir eftir nokkrar mínútur og þetta var í raun bara brekka frá upphafi til enda. Skagamenn gátu í kjölfarið sest til baka og sótt hratt á okkur þegar þeir unnu hann. Þeir spiluðu með fimm manna vörn og í lágblokk og við fundum ekki nógu oft glufur á vörn þeirra,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það er mjög erfitt að ætlast til þess að fá stig þegar þú færð á þig tvö til þrjú mörk eins og við höfum verið að gera í sumar. Mér fannst við átta okkur á hvað við vorum komnir í slæma stöðu í sigurleiknum við FH og menn lögðu líkama og sál í þann leik. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum að þessu sinni,“ sagði Hallgrímur svekktur. „Mér fannst vanta allt hjarta og alla baráttu. Við höfðum ekki áhuga og metnað í að hlaupa saman í pressunni og leikmenn voru hreinlega ekki að hlaupa til baka þegar þess þurfti. Við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk og við förum ekki að spila af þeirri ákefð sem þarf fyrr en við lendum undir,“ sagði hann þar að auki. „Ég hlakka til þess að sjá það á æfingum í næstu viku og fram að næsta leik hvaða leikmenn eru til í að leggja sig almennilega fyrir KA. Leikmenn mínir þurfa að átta sig á því hvað það er sem upp á vantar og sýna það í verki á æfingasvæðinu að þeir hafi áhuga á að spila fyrir KA-merkið í næsta leik,“ sagði Hallgrímur um framhaldið hjá norðanmönnum. Besta deild karla KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
„Við vorum lentir undir eftir nokkrar mínútur og þetta var í raun bara brekka frá upphafi til enda. Skagamenn gátu í kjölfarið sest til baka og sótt hratt á okkur þegar þeir unnu hann. Þeir spiluðu með fimm manna vörn og í lágblokk og við fundum ekki nógu oft glufur á vörn þeirra,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það er mjög erfitt að ætlast til þess að fá stig þegar þú færð á þig tvö til þrjú mörk eins og við höfum verið að gera í sumar. Mér fannst við átta okkur á hvað við vorum komnir í slæma stöðu í sigurleiknum við FH og menn lögðu líkama og sál í þann leik. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum að þessu sinni,“ sagði Hallgrímur svekktur. „Mér fannst vanta allt hjarta og alla baráttu. Við höfðum ekki áhuga og metnað í að hlaupa saman í pressunni og leikmenn voru hreinlega ekki að hlaupa til baka þegar þess þurfti. Við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk og við förum ekki að spila af þeirri ákefð sem þarf fyrr en við lendum undir,“ sagði hann þar að auki. „Ég hlakka til þess að sjá það á æfingum í næstu viku og fram að næsta leik hvaða leikmenn eru til í að leggja sig almennilega fyrir KA. Leikmenn mínir þurfa að átta sig á því hvað það er sem upp á vantar og sýna það í verki á æfingasvæðinu að þeir hafi áhuga á að spila fyrir KA-merkið í næsta leik,“ sagði Hallgrímur um framhaldið hjá norðanmönnum.
Besta deild karla KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira