Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar 5. maí 2025 07:31 Ímyndaðu þér sjónvarpsdagskrá sem er í raun í höndum almennings. Ekki aðeins sem áhorfendur, heldur sem virkir þátttakendur í mótun efnisins. Hvað ef hluti af dagskrá RÚV yrði kosningahæfur, þar sem almenningur fengi að velja hvaða myndir, þættir eða efni yrði sýnt? Einfalt app í snjallsíma gæti boðið upp á atkvæðagreiðslu, þar sem niðurstaðan myndi uppfærast þar í rauntíma. Og gefur ungum eða efnilegum framleiðendum að koma efninu sínu á dagskrá. Þetta væri skref í átt að raunverulegu lýðræði innan ríkisrekins fjölmiðils. RÚV – Áróður eða almannaþjónusta? Íslenskt samfélag hefur lengi tekist á við spurninguna um hlutverk RÚV. Opinber fjölmiðill á að veita hlutlausa og faglega umfjöllun en hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir pólitíska slagsíðu. RÚV er ríkisrekinn miðill sem starfar innan ramma sem settur er af stjórnvöldum. Þess vegna er eðlilegt að velta upp þeirri spurningu hvort pólitísk öfl hafi áhrif á rekstur og stefnumótun miðilsins. RÚV hefur reglulega verið gagnrýnt sem verkfæri valdastéttarinnar, þar sem pólitískar ákvarðanir og skýrslur hafa verið notaðar til að leggja grunn að breytingum í takt við vilja sitjandi ríkisstjórnar. Þetta fyrirkomulag skapar efasemdir um raunverulegt hlutleysi miðilsins og vekur spurningar um hvort þörf sé á grundvallarbreytingum í rekstrinum. Kosningakerfi RÚV – Ný leið til lýðræðislegrar þátttöku? Í hugmyndinni um lýðræði innan RÚV felst sú sýn að almenningur fái beint vald yfir hluta dagskrárinnar. Að minnsta kosti helmingur af dagskránni gæti verið kosningahæfur – það gæti átt við um afþreyingarefni, fræðsluþætti, innlent efni og jafnvel hvaða stórviðburðir ættu að vera í beinni útsendingu. Þetta væri skref í átt að raunverulegri lýðræðislegri þátttöku þjóðarinnar í rekstri fyrirtækis sem hún sjálf á. Menningarleg dagskrá, fréttir og barnaefni gætu haldið sér innan ramma hefðbundinnar dagskrár. En jafnframt gæti verið opnað á að foreldrar gætu haft val um hvað börnin þeirra horfa á, frekar en að nefndir taki allar ákvarðanir fyrir almenning. Nýting á innsendu efni – Snillingar meðal okkar Ísland er land skapandi einstaklinga sem framleiða vandað efni. Þó hefur almenningur lítinn aðgang að því að koma efni sínu á skjáinn, nema þeir hafi tengsl við rétta aðila. Þetta kerfi ýtir undir lokaðan innri hóp þar sem sömu aðilarnir ráða hvað fer í loftið.Í stað þess að nefnd ákveði alfarið hvað á að birtast á RÚV, gæti almennur borgari haft meiri áhrif í gegnum lýðræðislegt val. Efni sem send er inn af einstaklingum ætti að geta hlotið atkvæði almennings, sem myndi tryggja að fjölbreyttari sjónarhorn og efni kæmust á skjáinn. Þetta er leið til að nýta þá sköpunargáfu sem býr í þjóðinni og minnka einhæfni dagskrárinnar. RÚV og Sýn – Andstæður fjölmiðlamarkaðarins Margir líta á RÚV sem menningarlegan miðil, þar sem efni sem er sértækt og fræðandi er í hávegum haft. Á hinn bóginn er Sýn oft álitið sem skemmtimiðstöð þar sem hávær og dramatísk umfjöllun er algengari. Þessi hugmynd virkar fyrir báða fjölmiðla. Hvor þeirra ætlar að vera tengdur áhorfendum meira?Báðir miðlarnir hafa sinn tilgang, en rekstrargrundvöllur beggja virðist byggður á úreltum hugmyndum um fjölmiðlun. Í dag eru erlendir miðlar langt komnir með að leyfa almenningi meiri þátttöku í dagskrárgerð. Að opna á kosningakerfi RÚV gæti verið fyrsta skrefið í að færa íslenska fjölmiðla nær raunverulegri samvinnu við almenning. Lýðræði sem lausn fyrir RÚV Ef RÚV vill verða fjölmiðill sem endurspeglar raunverulegt samfélag, þá þarf það að endurskoða hvernig ákvarðanir eru teknar um innihald dagskrár. Lýðræðislegt kerfi gæti fært almenningi beinan aðgang að mótun fjölmiðils sem hann fjármagnar með sköttum sínum. Það myndi stuðla að gagnsæi, fjölbreytni og betra samtali milli RÚV og þjóðarinnar. Kosningakerfi RÚV væri ekki gallalaus lausn, en það myndi opna á nýja leið til lýðræðislegrar þátttöku í opinberum rekstri. Ísland er lítið samfélag, þar sem tengsl milli einstaklinga ráða oft miklu í ákvörðunartöku. Lýðræðislegt val gæti brotið upp þessa lokuðu hringrás og skapað fjölbreyttara og lifandi fjölmiðlaumhverfi. Við þurfum að hætta að deila um smáatriði og einbeita okkur að framtíðinni. Ef við viljum raunverulegar breytingar á RÚV, þá þurfum við að taka upp nýjar aðferðir – og lýðræði ætti að vera kjarninn í þeirri þróun. Höfundur er margmiðlunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér sjónvarpsdagskrá sem er í raun í höndum almennings. Ekki aðeins sem áhorfendur, heldur sem virkir þátttakendur í mótun efnisins. Hvað ef hluti af dagskrá RÚV yrði kosningahæfur, þar sem almenningur fengi að velja hvaða myndir, þættir eða efni yrði sýnt? Einfalt app í snjallsíma gæti boðið upp á atkvæðagreiðslu, þar sem niðurstaðan myndi uppfærast þar í rauntíma. Og gefur ungum eða efnilegum framleiðendum að koma efninu sínu á dagskrá. Þetta væri skref í átt að raunverulegu lýðræði innan ríkisrekins fjölmiðils. RÚV – Áróður eða almannaþjónusta? Íslenskt samfélag hefur lengi tekist á við spurninguna um hlutverk RÚV. Opinber fjölmiðill á að veita hlutlausa og faglega umfjöllun en hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir pólitíska slagsíðu. RÚV er ríkisrekinn miðill sem starfar innan ramma sem settur er af stjórnvöldum. Þess vegna er eðlilegt að velta upp þeirri spurningu hvort pólitísk öfl hafi áhrif á rekstur og stefnumótun miðilsins. RÚV hefur reglulega verið gagnrýnt sem verkfæri valdastéttarinnar, þar sem pólitískar ákvarðanir og skýrslur hafa verið notaðar til að leggja grunn að breytingum í takt við vilja sitjandi ríkisstjórnar. Þetta fyrirkomulag skapar efasemdir um raunverulegt hlutleysi miðilsins og vekur spurningar um hvort þörf sé á grundvallarbreytingum í rekstrinum. Kosningakerfi RÚV – Ný leið til lýðræðislegrar þátttöku? Í hugmyndinni um lýðræði innan RÚV felst sú sýn að almenningur fái beint vald yfir hluta dagskrárinnar. Að minnsta kosti helmingur af dagskránni gæti verið kosningahæfur – það gæti átt við um afþreyingarefni, fræðsluþætti, innlent efni og jafnvel hvaða stórviðburðir ættu að vera í beinni útsendingu. Þetta væri skref í átt að raunverulegri lýðræðislegri þátttöku þjóðarinnar í rekstri fyrirtækis sem hún sjálf á. Menningarleg dagskrá, fréttir og barnaefni gætu haldið sér innan ramma hefðbundinnar dagskrár. En jafnframt gæti verið opnað á að foreldrar gætu haft val um hvað börnin þeirra horfa á, frekar en að nefndir taki allar ákvarðanir fyrir almenning. Nýting á innsendu efni – Snillingar meðal okkar Ísland er land skapandi einstaklinga sem framleiða vandað efni. Þó hefur almenningur lítinn aðgang að því að koma efni sínu á skjáinn, nema þeir hafi tengsl við rétta aðila. Þetta kerfi ýtir undir lokaðan innri hóp þar sem sömu aðilarnir ráða hvað fer í loftið.Í stað þess að nefnd ákveði alfarið hvað á að birtast á RÚV, gæti almennur borgari haft meiri áhrif í gegnum lýðræðislegt val. Efni sem send er inn af einstaklingum ætti að geta hlotið atkvæði almennings, sem myndi tryggja að fjölbreyttari sjónarhorn og efni kæmust á skjáinn. Þetta er leið til að nýta þá sköpunargáfu sem býr í þjóðinni og minnka einhæfni dagskrárinnar. RÚV og Sýn – Andstæður fjölmiðlamarkaðarins Margir líta á RÚV sem menningarlegan miðil, þar sem efni sem er sértækt og fræðandi er í hávegum haft. Á hinn bóginn er Sýn oft álitið sem skemmtimiðstöð þar sem hávær og dramatísk umfjöllun er algengari. Þessi hugmynd virkar fyrir báða fjölmiðla. Hvor þeirra ætlar að vera tengdur áhorfendum meira?Báðir miðlarnir hafa sinn tilgang, en rekstrargrundvöllur beggja virðist byggður á úreltum hugmyndum um fjölmiðlun. Í dag eru erlendir miðlar langt komnir með að leyfa almenningi meiri þátttöku í dagskrárgerð. Að opna á kosningakerfi RÚV gæti verið fyrsta skrefið í að færa íslenska fjölmiðla nær raunverulegri samvinnu við almenning. Lýðræði sem lausn fyrir RÚV Ef RÚV vill verða fjölmiðill sem endurspeglar raunverulegt samfélag, þá þarf það að endurskoða hvernig ákvarðanir eru teknar um innihald dagskrár. Lýðræðislegt kerfi gæti fært almenningi beinan aðgang að mótun fjölmiðils sem hann fjármagnar með sköttum sínum. Það myndi stuðla að gagnsæi, fjölbreytni og betra samtali milli RÚV og þjóðarinnar. Kosningakerfi RÚV væri ekki gallalaus lausn, en það myndi opna á nýja leið til lýðræðislegrar þátttöku í opinberum rekstri. Ísland er lítið samfélag, þar sem tengsl milli einstaklinga ráða oft miklu í ákvörðunartöku. Lýðræðislegt val gæti brotið upp þessa lokuðu hringrás og skapað fjölbreyttara og lifandi fjölmiðlaumhverfi. Við þurfum að hætta að deila um smáatriði og einbeita okkur að framtíðinni. Ef við viljum raunverulegar breytingar á RÚV, þá þurfum við að taka upp nýjar aðferðir – og lýðræði ætti að vera kjarninn í þeirri þróun. Höfundur er margmiðlunarfræðingur og tónlistarmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun